fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hyggst taka RÚV af auglýsingamarkaði: „Er að skoða hvernig þetta sé best gert“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 09:14

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætli sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Er vitnað til þess að Lilja hafi hvatt til umræðu um málið, þó svo engar slíkar fyrirætlanir hafi verið kynntar fyrir ríkisstjórninni með formlegum hætti:

„Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum,“

er haft eftir Lilju.

Einnig er vitnað til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem vilji kanna áhrifin af tekjutapi RÚV í kjölfar slíkrar aðgerðar og nefnir að bæta þyrfti RÚV uppp tekjutapið:

„Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“

segir Katrín en ítrekar að RÚV yrði bætt tapið:

„Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðill sé á fjárlögum.“

Fjölmiðlafrumvarpið fullfjármagnað

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 sem kynnt var í síðustu viku, sést að heildarútgjöld vegna fjölmiðlunar aukast um 588.7 milljónir króna frá fyrra ári, í alls 5.315 milljarða. Þar af eru 400 milljónir eyrnamerktar til stuðnings einkareknum fjölmiðlum, í samræmi við fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur.

„Við erum núna komin með fjölmiðlafrumvarpið fjármagnað. Það er auðvitað mjög jákvætt. Þetta er í samræmi við mínar óskir og ég er vongóð um að við náum sátt um þetta og næstu skref sem við þurfum að taka,“

er haft eftir Lilju í Morgunblaðinu í dag.

Í frumvarpinu er lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái 25% af launakostnaði endurgreiddan úr ríkissjóði, að hámarki 50 milljónum á ári, uppfylli þeir ákveðin skilyrði, til dæmis er varðar vægi auglýsinga, fjölda starfsfólks á ritstjórn, fréttaöflunar og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt