fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Eyjan

Hyggst taka RÚV af auglýsingamarkaði: „Er að skoða hvernig þetta sé best gert“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 09:14

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætli sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Er vitnað til þess að Lilja hafi hvatt til umræðu um málið, þó svo engar slíkar fyrirætlanir hafi verið kynntar fyrir ríkisstjórninni með formlegum hætti:

„Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum,“

er haft eftir Lilju.

Einnig er vitnað til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem vilji kanna áhrifin af tekjutapi RÚV í kjölfar slíkrar aðgerðar og nefnir að bæta þyrfti RÚV uppp tekjutapið:

„Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“

segir Katrín en ítrekar að RÚV yrði bætt tapið:

„Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðill sé á fjárlögum.“

Fjölmiðlafrumvarpið fullfjármagnað

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 sem kynnt var í síðustu viku, sést að heildarútgjöld vegna fjölmiðlunar aukast um 588.7 milljónir króna frá fyrra ári, í alls 5.315 milljarða. Þar af eru 400 milljónir eyrnamerktar til stuðnings einkareknum fjölmiðlum, í samræmi við fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur.

„Við erum núna komin með fjölmiðlafrumvarpið fjármagnað. Það er auðvitað mjög jákvætt. Þetta er í samræmi við mínar óskir og ég er vongóð um að við náum sátt um þetta og næstu skref sem við þurfum að taka,“

er haft eftir Lilju í Morgunblaðinu í dag.

Í frumvarpinu er lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái 25% af launakostnaði endurgreiddan úr ríkissjóði, að hámarki 50 milljónum á ári, uppfylli þeir ákveðin skilyrði, til dæmis er varðar vægi auglýsinga, fjölda starfsfólks á ritstjórn, fréttaöflunar og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Í gær

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála
Eyjan
Í gær

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“
Eyjan
Í gær

Sjáðu hvernig Miklabraut í stokk og Borgarlínan gæti litið út – Borgarstjóri deilir myndbandi

Sjáðu hvernig Miklabraut í stokk og Borgarlínan gæti litið út – Borgarstjóri deilir myndbandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Veikleikar ESB birtast í Katalóníu og árás Tyrkja á Kúrda

Veikleikar ESB birtast í Katalóníu og árás Tyrkja á Kúrda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Drífa segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn

Drífa segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn