fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Fjárlög 2020: Framlög á framhaldsskólanemanda hækki um 87 þúsund krónur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 15:00

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög á hvern framhaldsskólanemenda í fullu námi hækka úr 1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr. árið 2020, eða sem nemur 87 þúsund krónum. Framlög til framhaldsskóla hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár en sú hækkun mun halda sér samkvæmt fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, samkvæmt tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Frá árinu 2017 hafa heildarframlög til framhaldsskólastigsins aukist um 1,3 milljarða kr. að raunvirði. Fjárlagafrumvarpið sem kynnt var sl. föstudag gerir ráð fyrir framlögum sem nema um 36,3 milljörðum kr. til málefnasviðs framhaldsskólastigsins en því tilheyra auk skólanna sjálfra einnig framlög til tónlistarfræðslu, vinnustaðanáms og jöfnunar námskostnaðar.

Auknir fjármunir sem runnið hafa til skólanna að undanförnu gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frekar, meðal annars með því að bæta námsframboð, styrkja stoðþjónustu og endurnýja búnað og kennslutæki.

Meðal áhersluverkefna á árinu 2020 er að efla iðn-, starfs- og verknám. Forgangsraðað er í þágu slíks náms í nýju reiknilíkani framhaldsskólanna um 172 milljónir kr. á komandi ári. Þá verður unnið að tillögu um framkvæmd þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum og farið í mat á endurskipulagningu námstíma til stúdentsprófs. Áfram er unnið að því fjölga nemendum sem útskrifast úr framhaldsskóla á tilsettum tíma með því að kortleggja betur nemendur í brotthvarfshættu og innleiða reglubundnar mælingar, sérstök áhersla er þar lögð á nemendur með annað móðurmál en íslensku og nemendur á landsbyggðinni. Þá hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem meta mun þörf á heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“