fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Áslaug hefur engan sérstakan húmor fyrir að vera kölluð puntudúkka : „Ómálefnaleg gagnrýni“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. september 2019 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, var gestur í Silfrinu í morgun. Þar kvaðst hún hafa engan sérstakan húmor fyrir því að þátttöku hennar í pólitík sé líkt við fegurðarsamkeppni eða því að vera kölluð puntudúkka.

„Það er ómálefnaleg gagnrýni sem birtist, sem maður hefur kannski engan sérstakan húmor fyrir,  þegar fólk líkir þátttöku manns í pólitík við fegurðarsamkeppni eða segir að maður sé einhver puntudúkka“

Sjá einnig: Segir Bjarna með silfurskeið í munni og kallar Áslaugu og Þórdísi puntdúkkur

Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi, bar undir hana skopmynd sem birtist af Áslaugu í Morgunblaðinu á dögunum sem málaði hana upp sem fegurðardrottningu að berja á fýldum eldri mönnum. Skopmyndin sætti meðal annars harði gagnrýni Þórðar S. Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans.

„Ég hélt við værum komin lengra en að tala um þetta val eða pólitík, hvort það snúist um útlit eða eitthvað annað og ég vona að við getum færst upp úr þeim skotgröfum,“ segir Áslaug um myndina. Hún tók þó einnig fram í Silfrinu að hún taki gagnrýni á aldur hennar, kyn eða reynslu ekki inn á sig.

Annars sagðist Áslaug Arna þakklát fyrir tækifærið að fá að gegna ráðherrastöðu og segir að fyrir þeim sem efist um hæfni hennar eða reynslu muni hún sýna í verki að hún er starfi sínu vaxin. Þó svo hún sé ung að árum þá hafi henni ungri verið treyst fyrir forystuhlutverki í Sjálfstæðisflokknum. Hún hafi gegnt forystuhlutverki í fjögur ár og setið á þingi í þrjú ár. Hún sé ekki ráðherra unga fólksins, heldur ráðherra allra.

Sigmar spurði Áslaugu einnig út í þá togstreitu og þau átök sem hafa heltekið Sjálfstæðisflokkinn undanfarið. „Þessar átakalínur eru ekki nýjar,“ segir Áslaug og minnir á að Sjálfstæðisflokkur sé enn stærsti flokkur á Íslandi og sigursæl í kosningum. Innan flokksins sé stórt litróf ólíkra skoðana, átök séu ekki ný af nálinni þó vissulega sé það sérstakt þegar fyrrverandi forystumenn, svo sem Davíð Oddsson,  skrifi heilu ritgerðirnar gegn núverandi forystu.

Áslaug vildi ekki fullyrða að skipan hennar hafi verið táknrænt verk formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, til að marka þá stefnu sem hann vill að flokkurinn taki frá íhaldi í átt að auknu frjálslyndi. En viðurkenndi Áslaug þó að Bjarni hafi í gegnum tíðina tekið ákvarðanir sem miði að framtíðar markmiðum.

„Ég hef séð Bjarna taka þannig ákvarðanir að hann horfir fram á veginn“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps