fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Ásökunum Jóns vísað á bug: „Ekki heyrt neitt um að stjórn­ar­sam­starfið sé í hættu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 13:13

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, vísar á bug ásökunum Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að verklag sitt og aðferðafræði varðandi friðlýsingar, brjóti gegn lögum, líkt og Jón skrifaði um í morgun:

„Þarna hef­ur verið farið að öll­um lög­um og miðað við lög og lög­skýr­ing­ar­gögn, miðað við þá aðferðafræði sem verk­efn­is­stjórn og fag­hóp­ar ramm­a­áætl­un­ar miðuðu við. Þannig að það er ekk­ert sem á að koma á óvart. Ég kynnti þetta að sjálf­sögðu fyr­ir rík­is­stjórn­inni áður en til fyrstu friðlýs­ing­ar­inn­ar kom, enda eðli­legt þegar um er ræða fyrstu friðlýs­ing­arn­ar í vernd­ar­flokki rammaáætl­un­ar. Þetta var nátt­úr­lega bara rætt þar eins og er með mörg önn­ur mál, en þetta var niðurstaða mín sem ráðherra að með þess­um hætti beri að gera þetta og það er al­gjör­lega í sam­ræmi við lög,“

segir Guðmundur við mbl.is.

Stjórnarsamstarfið ekki í hættu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sagði einnig við mbl.is að hún teldi Guðmund hafa farið að lögum að hún hafi ekki heyrt af neinum stjórnarslitum:

„Lög­in um ramm­a­áætl­un gera ráð fyr­ir því að það sé verið að horfa til vatna­sviðs viðkom­andi vatns­falla, þannig að ég tel að um­hverf­is- og auðlindaráðherra hafi hrein­lega fylgt þeim lög­um sem voru í gildi og hann hef­ur farið mjög vel yfir það hvað varðar sitt ráðuneyti. Ég hef hins veg­ar ekki heyrt neitt um að stjórn­ar­sam­starfið sé í hættu út af þessu og vænti þess að ef svo er þá muni for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins það á rétt­um vett­vangi. Ef eitt­hvað er þá er rík­is­stjórn­in að fá auk­inn liðsstyrk núna með ungri og kraft­mik­illi konu, Áslaugu Örnu, sem ég bara hlakka til að fá að vinna með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn