Sunnudagur 15.desember 2019
Eyjan

Vilhjálmur Birgis baunar á Viðreisn: „Ef þetta er ekki lýðskrum þá veit ég ekki hvað!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur  áður viðrað áhyggjur sínar af atvinnuöryggi og lífsviðurværi starfsmanna í orkufrekum iðnaði, vegna „græðgisvæðingarstefnu“ Landsvirkjunar.

Hann segir fyrirtækið þvinga raforkuverð til stóriðjufyrirtækja í hæstu hæðir í skjóli einokunar, sem ógni atvinnuöryggi þúsunda starfsmanna. Nefnir hann nýlega raforkusamninga sem gerðir voru við Norðurál og Elkem á Grundartanga, sem hækki verðið til fyrirtækjanna um 4 milljarða annarsvegar og 1.3 milljarða hinsvegar.

Vilhjálmur minnist nú á að Þorsteinn Víglundsson hafi í útvarpsþætti sagt litlar áhyggjur hafa af þessu máli, en Vilhjálmur hafði daginn áður tjáð miklar áhyggjur sínar í sama þætti:

„Viti menn að gamli framkvæmdastjóri Samáls og núverandi þingmaður Viðreisnar sagði að hann hefði ekki áhyggjur af þessu og þetta væri stóryrt ummæli frá mér og hann sagði að það væri hlutverk Landsvirkjunar að hámarka arð Landsvirkjunar og hann sagði einnig að stóriðjan gæti greitt hærra verð.
Magnað að hlusta á fyrrverandi framkvæmdastjóra Samáls og núverandi þingmann Viðreisnar tala svona núna og fyrir mitt leiti er þessi málflutningur hans núna eitt mesta lýðskrum sem ég hef heyrt lengi.“

Standast ekki skoðun

Vilhjálmur bendir á hvað Þorsteinn skrifaði árið 2011, sem framkvæmdastjóri Samáls, er hann taldi fullyrðingar um lágt orkuverð til stóriðju ekki standast skoðun:

„Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun.“

Og einnig:

 „Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi.“

Lýðskrum

Um þetta segir Vilhjálmur:

„Já árið 2011 var það stóriðjan sem stóð undir arðsemi Landsvirkjunar en í dag vill þessi sami einstaklingur að lagður verði sæstrengur til Íslands og verð til stóriðju verði hækkað umtalsvert. Já svo tala þingmenn Viðreisnar um að hinir og þessir ástundi lýðskrum ef þetta er ekki lýðskrum þá veit ég ekki hvað!“

Vilhjálmur segir allt sem Þorsteinn skrifaði um raforkumál hafa verið rétt þá sem nú:

„…en núna þegar búið er að stofna stjórnmálaflokk sem heitir Viðreisn þá er miklu betra að stökkva um borð í lýðskrumsvagninn og öskra hátt og skýrt að stóru skítugu álfyrirtækin borgi alltof lítið fyrir orkuna og því þurfi að breyta strax. Enda sagði formaður Viðreisnar í ræðu á Alþingi að orkupakki 3 lúti m.a. að því að því að stórnotendur geti ekki lengur í krafti einokunaraðstöðu fengið sjálfkrafa ódýrt rafmagn á kostnað þjóðarinnar. Þvílíkt bull, enda staðfestir grein Þorsteins Víglundssonar frá árinu 2011 sem er samflokksmaður hennar í Viðreisn að stóriðjan standi undir arðsemi raforkukerfisins og fullyrðing um að raforku sé seld á afar lágu verði standist ekki nánari skoðun!“

Þyngra en tárum taki

„Ég sé það betur og betur að Viðreisn trónir á toppi lýðsskrums í íslensku samfélagi og kannski formaður Viðreisnar útskýri það fyrir starfsmönnum álversins í Straumsvík sem er nú í hennar heimabyggð og kjördæmi að frá því að nýr raforkusamningur við Landsvirkjunar var gerður í lok árs 2010 hefur fyrirtækið verið rekið með tapi öll árin að undanskildu einu ári eða sem nemur 15 milljarða tapi á 7 ára tímabili. Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnmálamenn geta hagað sér, en eitt er víst að stefnt er markvisst að því að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu þeirra sem tengjast orkufrekum iðnaði með græðgisvæðingu Landsvirkjunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“