fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Ill meðferð á Julian Assange – framsal hans verður að stöðva

Egill Helgason
Mánudaginn 30. september 2019 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skelfing að lesa um meðferðina á Julian Assange sem er lokaður inni í öryggisfangelsinu Belmarsh á Englandi ásamt harðsvíruðum glæpamönnum. Tilgangur fangelsisvistarinnar virðist sá einn að halda honum lokuðum frá umheiminum þar til bresk yfirvöld geta skutlað honum yfir til Bandaríkjanna.

Faðir Assange, John Shipton, segir að hann þjáist bæði andlega og líkamlega í fangelsinu. Honum er haldið í einangrun – hefði hann afplánað fyrir það eitt að hafa forðað sér undan réttvísinni á sínum tíma ætti hann að vera laus úr haldi um þetta leyti. Í staðinn er ætlunin að halda honum fram í febrúar þegar verður ákveðið hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna.

Varla er vön á öðru en að lítilþæg bresk stjórnvöld, sem vilja koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönnum, fallist á framsalsbeiðnina. Þá verður honum pakkað upp í flugvél og hverfur inn í bandaríska réttarfarshít – þaðan sem hann á varla afturkvæmt.

Assange er máski ekkert sérlega vinsæll maður, hann hefur brennt ýmsar brýr að baki sér, sumt af því sem hann hefur gert um dagana orkar tvímælis. En hvað sem því líður er algjörlega óforsvaranlegt að senda þennan mann, sem er ástralskur ríkisborgari, til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um brot sem geta varðað við 175 ára fangelsi. Það þýðir væntanlega að hann verður lokaður inni og lyklinum hent.

Ákæra Bandaríkjamanna á hendur Assange er í 18 liðum og þar á meðal er honum gefið að sök að hafa stundað njósnir. Í raun er þetta ekki annað en hefndarleiðangur gegn manni sem hefur ljóstrað upp óþægilegum leyndarmálum. Möguleikinn á að forða Julian Assange frá þessum örlögum er ekki mikill – hann á ekki mikinn stuðning meðal ríkisstjórna heimsins – en það verður samt að reyna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir foreldrum mismunað eftir því hvenær í mánuðinum börn þeirra eru fædd

Segir foreldrum mismunað eftir því hvenær í mánuðinum börn þeirra eru fædd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldur og íþróttamenn látin bíða í óvissu vikum saman – „Stjórnvöld telja málið ekki brýnna en svo“

Fjölskyldur og íþróttamenn látin bíða í óvissu vikum saman – „Stjórnvöld telja málið ekki brýnna en svo“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mynd dagsins – Sigmundur bjó til regnboga

Mynd dagsins – Sigmundur bjó til regnboga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín ræðir Gunnar Smára – Segir marga líta á Viðreisn sem ógn

Þorgerður Katrín ræðir Gunnar Smára – Segir marga líta á Viðreisn sem ógn