fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Öryggismál: Mun Guðlaugur Þór skrifa nýja Stoltenbergskýrslu ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 11:21

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Utanríkismálastofnunar Noregs, Ulf Sverdrup, vakti máls á því á fundi Norðurlandaráðs um öryggismál í gær að rík ástæða væri fyrir því að vinna nýja Stoltenberg-skýrslu, sem felst í úttekt á norrænu samstarfi um utanríkis- og öryggismál í framtíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni.

Stoltenbergskýrslan kom út árið 2009 og er sögð hafa komið Íslandi á kortið í samhengi við norræna samvinnu í öryggismálum. Skýrslan er kennd við Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, en í henni var meðal annars lagt til aukið samstarf um flugvarnareftirlit á Norðurlöndunum og að þau gegndu æ mikilvægara hlutverki í landfræðilegum, pólitískum og hernaðarlegum skilningi, ekki síst vegna bráðnunar íss á norðurheimsskautinu. Eru tillögur í  skýrslunni sagðar hafa komið Íslandi vel, ekki síst eftir að Bandaríkjaher fór af landi brott árið 2006, sem hafi skilið eftir sig visst tómarúm í öryggismálum.

Kallað eftir skýrslu frá öðrum löndum

Nú kallar Sverdrup eftir því að ráðherrar annarra landa, sem fari með þennan málaflokk, semji nýja skýrslu þar sem fram komi tillögur um hvernig málum skuli háttað í nánustu framtíð:

„Ég tel góðar ástæður fyrir því að fylgja skýrslunni eftir með nýrri skýrslu. Að mínu viti ætti hún að koma frá hinum norrænu forsætis- eða utanríkisráðherrum og ég tel að það væri gott fyrir norrænt samstarf ef starf hópsins sem að skýrslunni stendur einkenndist af hugmyndaauðgi og nýsköpun. Ég myndi vilja sjá víðtækt umboð,“

sagði Sverdrup.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, hefur fyrir hönd stjórnvalda helst horft til Bandaríkjanna og NATO þegar kemur að öryggismálum hér á landi, en ekki liggur fyrir hvort hann taki áskorun Sverdrup, um að semja nýja Stoltenbergskýrslu, þar sem samstarfið við Bandaríkjaher og NATO telst seint til hugmyndaauðgi og nýsköpun, enda byggt á gömlum grunni.

 Farið að hitna í kolunum

Að sögn Hans Wallmark, forseta Norðurlandaráðs, eru varnar- og öryggismál nú efst á baugi hjá ráðinu, en á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Hann greip til þriggja líkinga til að lýsa ástandinu í dag, en framgangur Bandaríkjanna, Rússlands og Kína varðandi norðurslóðir hefur þótt minna á dæmigerða kaldastríðstakta fortíðar:

  • Fyrsta líkingin felst í því að landafræðistjórnmál séu komin aftur og að kortabækur skipti aftur máli.
  • Sú næsta er að glugginn sé opinn, en í því felst að nú sé leyfilegt að ræða um varnar-og öryggismál í norrænu samhengi.
  • Þriðja líkingin er sú að bakaraofninn sé orðinn heitur, þ.e.a.s. að nú sé kominn tími til að þróa mismunandi leiðir í samstarfi á sviði öryggismála.

Erkki Tuomioja, formaður landsdeildar Finnlands í Norðurlandaráði, lagði áherslu á hlutverk Norðurlanda sem sáttasemjara.

„Norðurlönd gegna einstöku hlutverki í heiminum í dag. Við erum alls ekki fullkomin en þó líta margar aðrar þjóðir upp til okkar, og því þurfum við að spyrja okkur að því hvernig við getum miðlað áfram þeim árangri sem við höfum náð og hvernig við á Norðurlöndum getum komið í veg fyrir átök,“

sagði Tuomioja.

Einnig tóku þátt í umræðunum Antti Kaikkonen, varnarmálaráðherra Finnlands, sem ræddi norrænt samstarf á sviði varnarmála innan Nordefco, og Kirsti Narinen sem er yfir alþjóðasamstarfi hjá Evrópsku sérfræðimiðstöðinni um baráttu gegn fjölþættum ógnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki