fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

101 maðurinn ferðast um landið – bráðskemmtileg útsending Landans

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er stundum sagður vera 101 maður í húð og hár og það er kannski rétt, ég er alinn hérna upp og hef búið hérna alla tíð. Bjó aðeins í útlöndum og svo mjög stuttan tíma í 105, það er Hlíðunum. Festi engar rætur þar.

En það er samt svo að í mínu starfi í sjónvarpi hef ég einna mesta ánægju af því að fara út á land og vinna efni. Undanfarin ár hef ég gert bókmenntatengd innslög út um allt land, ég hef farið á Vestfirði, Snæfellsnes, um Suðurlandið, til Eyja, í Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Í Suðursveitina, í Hallormsstað og Skriðuklaustur.

Ég er nýkominn úr ferð þar sem við fórum um Aðaldal, á Húsavík, Melrakkasléttu, Þórshöfn, Langanesströnd, Vopnafjörð, Jökuldalsheiði, Dettifoss og Mývatn.

Ég held reyndar að ég hafi náð að loka hringnum að þessu sinni og koma í alla bæi og þorp á Íslandi. Ég er heldur ekki hættur. Eftir áramót verða sýndir þættir sem ég hef unnið að nokkuð lengi og fjalla um Siglufjörð. Og það hafa verið uppi áform um þáttaröð sem fjallar um byggingasögu nokkurra merkra bæja út um landið.

En þetta er auðvitað heldur smátt miðað við þjóðlífsþáttinn Landann sem hefur verið ein skrautfjöður Ríkisútvarpsins undanfarin ár. Í dag horfir maður á sólarhrings langa útsendingu Landans á víð og dreif um landið. Þetta er ekki bara bráðsniðugt, heldur er útkoman fersk og skemmtileg!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun