fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Borgarfulltrúar bítast á: „Ekki pólitík heldur lágkúra. Ertu ekki betri en þetta?“ – Skúli ber við misskilningi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. september 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óásættanlegt að formaður skóla- og frístundaráðs, Skúli Helgason, skuli segja upp starfsfólki í gegnum fjölmiðla. Slík vinnubrögð eru alls ekki merki um góða og vandaða stjórnsýslu. Ég vakti athygli á þessari staðreynd á borgarstjórnarfundi í gær en mér sem fulltrúa í ráðinu var algerlega misboðið vegna þessa.“

Svo hljóðar stöðufærsla Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er viðtal RÚV við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar þann 6.september, hvar rætt er um hagræðingarmöguleika í sameiningu skóla, en rekstur Kelduskóla er sá dýrasti af öllum skólum Reykjavíkur. Eru nemendur aðeins um 60 sem þykir óhagstæð rekstrareining.  Hefur verið lagt til af innri endurskoðun að Korpuhluta skólans verði lokað þar til nemendafjöldinn nái 150.

Af því tilefni hefur RÚV eftir Skúla, að að líklega yrði þetta síðasti veturinn sem skólinn yrði starfræktur í núverandi mynd, en íbúar hverfisins hafa lagst harðlega gegn öllum niðurskurðarhugmyndum og hafið undirskriftasöfnun gegn hugmyndum borgarinnar.

Lágkúra

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, lætur Valgerði heyra það í athugasemdarkerfinu og segir málflutning hennar vera þvætting:

„Mikið ertu ómerkileg. Þú veist mæta vel hvað er rétt en kýst að setja fram svona þvætting. Það er ekki pólitík heldur lágkúra. Ertu ekki betri en þetta?“

Sjálfur segir Skúli umræðuna langt frá því að vera málefnalega og segir Valgerði setja málið í „búning persónulegrar árásar“, sem sé miður:

„Ég hef engum sagt upp, þvert á móti hef ég lagt áherslu á að engin ákvörðun hefur verið tekin, málið er enn í vinnslu, við höfum óskað eftir umsögn umhverfis og skipulagssviðs á tillögunum tveimur sem starfshópurinn lagði fram og vonumst eftir að hún verði tilbúin á allra næstu vikum. Þegar umsögnin er klár förum við aftur með málið fyrir skóla og frístundaráð og tökum afstöðu til tillagnanna,“

segir Skúli.

Ónákvæmni hjá RÚV

Skúli nefnir að málið sé byggt á misskilningi:

„Í frétt RÚV kom þetta reyndar allt fram en því miður var þar ein setning í innganginum þar sem var ónákvæm tilvitnun sem gaf tilefni til misskilnings og rangtúlkunar. Það er óheppilegt en gerist auðvitað stundum. Ég ræddi innihald beggja tillagna við fréttamann og útskýrði að þær gera báðar ráð fyrir grundvallar breytingum á skólahaldinu eins og þeir vita sem kynnt hafa sér málið. Umrædd setning í frétt RÚV á heima í því samhengi og byggir á niðurstöðu starfshópsins. Starfshópurinn m.a. með þátttöku skólastjóra, kennara og foreldra vann mjög gott starf og hafði samráð við þá sem að málinu koma þ.m.t. íbúa hverfisins og í skýrslunni segir orðrétt: „Eftir ítarlega upplýsingaöflun og greiningarvinnu var það einróma niðurstaða starfshópsins að núverandi fyrirkomulag væri ekki vænlegt til framtíðar.“ Það er kjarni málsins. Vonandi getum við átt málefnalegt samtal um málið í framhaldinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé