Fimmtudagur 23.janúar 2020
Eyjan

Biskup biður þolendur Ólafs afsökunar: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 14:51

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Ólafur Jóhannsson, fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið leystur frá störfum fyrir að áreita fimm konur kynferðislega, en hann hafði verið í leyfi frá því 2017 þegar ásakanir kvennanna komu fram. Stjórnvöld komust að því að biskupi hefði hinsvegar ekki verið heimilt að leysa Ólaf frá störfum. Fékk Ólafur því greidd laun fyrir þann tíma sem hann gegndi ekki störfum.

Biskup mæltist til þess að Ólafur sneri ekki aftur til starfa, og var Grensásprestakall lagt niður í sameiningu þess við Bústaðarprestakall og því óvíst hvað yrði um stöðu Ólafs, sem mætti hinsvegar galvaskur til vinnu eftir leyfið samt sem áður,  þvert gegn óskum biskups.

Þjóðkirkjan hefur nú tekið af allan vafa um stöðu Ólafs í yfirlýsingu frá biskupi Íslands og vígslubiskupunum í Skálholti og Hólum:

„Málinu er lokið. Sr. Ólafur hefur verið leystur frá embætti sem sóknarprestur í þjónustu Þjóðkirkjunnar með því að embætti hans var lagt niður í vor.“

Þolendur beðnir afsökunar og siðareglur endurskoðaðar

Fyrir hönd Þjóðkirkjunnar hörmum við undirrituð, biskup Íslands og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, að þessi brot af hálfu sóknarprestsins, sr. Ólafs Jóhannssonar, hafi átt sér stað og þykir mjög sárt að konurnar hafi þurft að líða fyrir siðferðisbrot af hans hálfu um árabil. Það er óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Svo segir í yfirlýsingunni frá þjóðkirkjunni. Þar er einnig sagt að þjóðkirkjan hyggist endurskoða siðareglur sínar:

„Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra. Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“

Hér má lesa úrskurð áfrýjunarnefndar varðandi málið.

Sjá einnig: Séra Ólafur nýtur ekki trausts:Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“
Eyjan
Í gær

Dagur svarar Eflingu: Hafnar boði um opinn samningafund í Iðnó

Dagur svarar Eflingu: Hafnar boði um opinn samningafund í Iðnó
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis hafa kostað skattgreiðendur

Sjáðu hvað utanlandsferðir þingmanna og forseta Alþingis hafa kostað skattgreiðendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður hjólar í vinstrimenn – „Hætt er við að skynseminni sé fórnað á kostnað tilfinninganna“

Hæstaréttarlögmaður hjólar í vinstrimenn – „Hætt er við að skynseminni sé fórnað á kostnað tilfinninganna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins