fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Sigurjón segir Lilju einu von Framsóknar: Mun Sigurður Ingi hætta sem formaður?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ömurleg staða Framsóknarflokksins er sláandi, en skiljanleg. Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist fylgið rétt yfir sex prósentum. Höfuðandstæðingurinn, Miðflokkurinn, er meira en tvöfalt stærri. Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki líklegur til að koma flokknum upp úr feninu þar sem hann situr pikkfastur.“

Sigurjón M. Egilsson

Þetta segir Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar og fyrrverandi fréttastjóri til fjölmargra ára, í pistli á Miðjunni um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins en á eftir honum koma fimm flokkar með tíu til fimmtán prósenta fylgi. Stóru tíðindin í könnuninni er þó slæm staða Framsóknarflokksins en flokkurinn mælist nú með 6,2 prósenta fylgi. Í síðustu kosningum fékk hann hins vegar tæplega 11 prósenta fylgi.

Sigurjón segir að eina von Framsóknarflokksins sé Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og menntamálaráðherra.

„Ætli hún sér að starfa áfram í stjórnmálum og innan Framsóknarflokksins á hún fáa kosti. Formennska í flokknum kemur ein til greina. Lilja má illa við að vera spyrt við Sigurð Inga. Hún verður að taka af skarið,“ segir Sigurjón sem veltir fyrir sér framtíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns.

„Sigurður Ingi er jafnvel sagður vilja hætta formennsku. Sömu heimildir segja hann vilja þá að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra taki við. Ekki Lilja. Sú staða veikir flokkinn og eykur á vanda hans. Lilja er sá ráðherra Framsóknar sem hefur gengið hvað best.“

Sigurjón segir að ætli Framsóknarflokkurinn – elsti flokkur landsins – sér að eiga framtíð verði eitthvað að fara að gerast. Sigurður Ingi sé „þröskuldur“ sem flokkurinn verður að komast yfir.

„Sigurður Ingi hefur tapað fyrir Sigmundi Davíð. Það kemur skýrt fram í öllum mælingum. Framsókn verður að gera breytingar. Ekki má spyrja um tilfinningar. Heldur ískaldar staðreyndir. Flokkurinn verður að sýna með einhverjum hætti að hann eigi erindi. Samstarfsflokkarnir, Sjálfstæðis og Vg, róa á sömu mið, á mið Framsóknar. Svo ekki sé talað um Miðflokkinn. Hver er þá sérstaða Framsóknar? Er svarið að hún sé ekki til?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“