fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Borgarfulltrúar fá launahækkun – Þórdís Lóa næst Degi með rúmar 1.7 milljónir -Sjáðu töfluna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 13:32

Við myndun nýs meirihluta árið 2018

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnlaun borgarfulltrúa hækkuðu um 2.8 prósent í síðustu viku, í takt við launavísitölu sem er uppfærð tvisvar á ári. Eru grunnlaun borgarfulltrúa nú 763.833 krónur á mánuði, en greitt er aukalega fyrir setu í ráðum og nefndum borgarinnar og enn meira fyrir formennsku, líkt og sjá má á vefsvæði Reykjavíkurborgar.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, er með tæpar 2.2 milljónir á mánuði, þar af fær hann laun upp á rúmar 220 þúsund krónur fyrir að gegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarssvæðinu.

Næst honum kemur oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með rúmar 1.7 milljónir, en hún situr í stjórnum Faxaflóahafna, og Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar. Fær hún einnig greitt álag fyrir formennsku sína í borgarráði.

Þá kemur Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar,með tæpar 1.5 milljónir á mánuði.

Hér að neðan má sjá hvernig launin skiptast meðal borgarfulltrúa

 

Grunnlaun borgarfulltrúa: kr. 763.833.
Grunnlaun 1. varaborgarfulltrúa kr. 534.683.
Borgarfulltrúi fær greiddan starfskostnað kr. 55.164, til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins.

Borgarfulltrúi á rétt á 25% álagi á laun ef hann gegnir formennsku í fagráði/borgarstjórnarflokki eða ef hann situr í þremur eða fleiri fastanefndum.
Borgarfulltrúi sem situr í borgarráði á rétt á 25% álagi á laun, kjörinn varamaður á rétt á 6% álagi og formaður borgarráðs á rétt á 40% álagi.
Forseti borgarstjórnar á rétt á 25% álagi á laun.

Laun borgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 809.663.
Laun borgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 954.791.
Laun borgarfulltrúa með 2*25% álagi (s.s. vegna setu í borgarráði og öðrum þremur nefndum) kr. 1.145.749.

Laun 1. varaborgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 580.513.
Laun 1. varaborgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 725.641.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“