fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Óþolandi að Reykjavíkurborg auglýsi á Google og Facebook

Egill Helgason
Föstudaginn 16. ágúst 2019 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarnir breytast. Þegar ég var að alast upp snerist umræðan um sjálfstæði þjóðarinnar að miklu leyti um menningu – um menningarlegt sjálfstæði. Stundum áttu menn það jafnvel til að ganga full langt á þeirri vakt – en þarna gátu sameinast íhaldsmenn, framsóknarmenn og sósíalistar. Skýrasta dæmið um það var baráttan fyrir því að Kanasjónvarpinu yrði lokað.

Það var náttúrlega hneisa að eina sjónvarp á Íslandi á þeim tíma væri rekið af bandaríska hernum.

Við lifum aðra tíma. Æ stærri hluti af fjölmiðla- og menningarneyslu okkar fer fram í gegnum stóra alþjóðlega, fyrst og fremst bandaríska, auðhringi. Google, Facebook, Amazon, Netflix. Í raun er furðulegt hversu fáir andæfa þessu – það er eins og baráttan fyrir menningarlegu sjálfstæði þyki hallærisleg. Ekki einu sinni þau stjórnmálaöfl sem eru hvað þjóðernissinnuðust snerta á þessu málefni. Hins vegar er til að mynda hægt að þrasa endalaust um orkupakka 3.

Íslenskir fjölmiðlar eru í bráðri hættu. Dagblöð tapa peningum og eiga vart langra lífdaga auðið, netmiðlar eru almennt reknir með halla, hafa ekki almennilegan tekjugrunn, sjónvarpsstöðvar eiga undir högg að sækja gagnvart erlendu efnisveitunum. Það sér ekki fyrir endann á þessu, en framtíðin er sannarlega ekki björt. Innan fimm til tíu ára gæti fjölmiðlalandslagið verið eins og sviðin jörð.

Á þessum tíma kýs Reykjavíkurborg að birta auglýsingar um menningarnótt á alþjóðlegum miðlum eins og Google og Facebook. Það er hagkvæmara er sagt. En til framtíðar litið er þetta uppgjöf. Ef ekki einu sinni opinberir aðilar nota íslenska fjölmiðla, hverjir þá?

Félagi minn Jakob Bjarnar Grétarsson orðar þetta ágætlega:

„Það lýsir firringu gagnvart samfélagslegri ábyrgð og stöðu sinni hjá öllum þeim opinberum aðilum, og þeir eru fjölmargir, sem beina auglýsingafé sínu frá íslenskum fjölmiðlum og til fyrirbæra eins og samfélagsmiðla sem grafa undan fjölmiðlun í landinu. Ég veit að það er þjóðaríþrótt að andskotast út í fjölmiðla. En til lengri tíma litið grefur þetta undan lýðræðinu. Hlutlæg og gagnrýnin umfjöllun um íslenskt samfélag hverfur með öllu og þar með hin upplýsta afstaða.“

Þess utan borga hvorki Google né Facebook skatta á Íslandi þrátt fyrir viðamikla starfsemi hérlendis. Sem er auðvitað óþolandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki