fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Eyjan

Kolbrún: „Þetta er nú meiri bévítans forræðishyggjan í þessum meirihluta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 12:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá á þriðjudag, þá taldi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur það ótækt að veita Magnúsi Má Kristinssyni leyfi fyrir pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur á dögunum, þó svo fordæmi væru fyrir slíkri veitingasölu við Sundhöll Reykjavíkur hér áður fyrr, sem og að pylsuvagn eða veitingasala væri við Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. Ástæðan sem gefin var var óljós, það var einfaldlega ekki talið „heppilegt“ og bent á að í nágrenninu væru kaffihús, veitinga- og skyndibitastaðir.

Bévítans forræðishyggja

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir að um forræðishyggju meirihlutans sé að ræða, sem hlutist til um að stjórna lífstíl borgarbúa:

„Þetta er nú meiri bévítans forræðishyggjan í þessum meirihluta. Nú getur maður ekki fengið sér pylsu lengur eftir sund í Sundhöllinni. Hverra hagsmuna er verið að gæta hér? Hversu langt ætlar þessi meirihluti í borgarstjórn að ganga að skipta sér af lífi og lífsstíl borgarbúa?“

Kolbrún lagði fram bókun um málið sem lagt var fram í fundargerð í borgarráði í dag:

„Flokkur fólksins skilur ekki afstöðu meirihlutans að banna pylsuvagninn við Sundhöllina. Telur það eins og sagt er „ ekki heppilegt“. Hvað er eiginlega átt við með því, ekki heppilegt? Hvernig getur það verið „ekki heppilegt“ að hafa pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina? Þetta er enn eitt dæmi um forræðishyggju flokka meirihlutans. Þeir vilja ekki aðeins ráða samgöngumáta fólks heldur einnig hvort þeir fái sér pylsu eftir sund í Sundhöllinni sem hægt hefur verið að gera árum saman.“

Sjá einnig: Reykjavíkurborg telur „gourmet“ pylsur frá Michelinstjörnukokki óheppilegar fyrir sundlaugagesti – „Sorglegt að þetta hafi ekki náð í gegn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður