fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Hringvegurinn fær samkeppni frá Hringvegi 2: „Svæði sem við teljum að eigi mikið inni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 09:44

Gervihnattamynd af Íslandi. Mynd-Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag skrifaði Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa undir samstarfssamning sem snýr að þróun ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2. Um er að ræða ferðamannaleið sem er um 850 km löng og liggur um sjö sveitarfélög á Vestfjörðum og Dalabyggð á Vesturlandi.

Lagt er upp með að ferðaleiðin Hringvegur 2 verði aðdráttarafl fyrir svæðið allt árið, en það verður raunhæfur möguleiki þegar Dýrafjarðargöng opna og í framhaldi af því heilsársvegur um Dynjandiheiði.

„Margir áhugaverðir staðir, söguslóðir og starfsemi eru á þessari leið og hér er um að ræða svæði sem við teljum að eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu,“

segir í tilkynningu.

Einnig hefur verið gengið frá samningi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail sem sérhæfir sig í þróun slíkra ferðamannaleiða og hefur meðal annars komið að verkefnunum, Arctic Coast Way á Norðurlandi, Celtic Routes og Wild Atlantic Way.

Gert er ráð fyrir að leiðin verði formlega opnuð á sama tíma og Dýrafjarðargöng sem áætlað er að verði í september 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?