fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Rottulandið Bandaríkin

Egill Helgason
Mánudaginn 29. júlí 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru mikið rottuland. Það verður að segjast eins og er. Ég hef hvergi í vestrænu ríki séð jafn mikið af rottum og í Bandaríkjunum. Og ég er að tala um alvöru rottur, þetta er engin myndlíking.

Donald Trump ræðst á Elijah Cummings, bandarískan þingmann sem kemur frá borginni Baltimore sem hann segir að sé „morandi í rottum og nagdýrum“. Baltimore er borg sem lengi hefur átt undir högg að sækja, borgin var sögusvið sjónvarpsþáttanna frægu The Wire, mjög stór hluti borgarbúa eru blökkumenn og það er Cummings líka.

Trump heldur uppi stöðugum árásum á svarta stjórnmálamenn – og maður skilur fyrr en skellur í tönnum varðandi ummæli hans um Cummings. En hatursfull stjórnmál eru býsna langt gengin þegar farið er að líkja andstæðingum við alls kyns óværu.

En ég sagði áðan að Bandaríkin væru mikið rottuland. Ég er kominn aftur til Boston, borgar þar sem ég hef dvalið mikið undanfarin ár. Boston er ein ríkasta borg Bandaríkjanna, háskólaborg, borg þar sem nútíma hugvit er haft í hávegum, uppgangsstaður.

En það er mjög mikið af rottum. Á laugardagskvöldið þegar við komum hingað var eitt af  því fyrsta sem við sáum rotta að skjótast yfir götu í miðbænum. Hvarvetna eru sér maður rottugildrur við hús. Við þurftum að flytja úr íbúð sem við gistum í fyrir tveimur árum vegna rottugangs.

Í fyrra gengum við Kári gegnum hinn fræga skemmtigarð Boston Common að kvöldlagi. Vorum á leiðinni í bíó. Þetta er mjög vinsæll garður, að deginum til er þar mikið af íkornum og mjög vinsælt að gefa þeim hnetur og annað fóður.

En þegar við vorum þarna um kvöldið sáum við að mikil hreyfing var á grasinu í garðinum og kringum stéttarnar. Þetta voru ekki í kornar, ónei. Við uppgötvuðum okkur til skelfingar að garðurinn var krökkur af rottum. Við forðuðum okkur út, tókum krók kringum garðinn, og urðum alltof seinir í bíóið. Lásum seinna að í garðinum séu tveir stórir ættbálkar af rottum sem berjast um völdin.

Við settum  fram eftirfarandi kenningu: Á daginn eru þarna mjög sætir íkornar sem skoppa um, á kvöldin taka þeir af sér fínu skottin og eru í rauninni rottur.

Það er heimilt að lesa þetta sem myndlíkingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli