fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið hneykslast á ráðningaferli seðlabankastjóra sem hafi þó reyndar ekki komið að sök eftir allt saman

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipun nýs seðlabankastjóra hefur farið fyrir brjóstið á þeim sem hallast þykja til vinstri í stjórnmálum, ef marka má viðbrögðin síðustu daga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Ásgeir Jónsson þurfa að gera upp fortíð sína, þangað til njóti hann ekki trausts, sem hljóti að vera markmið með skipun hans. Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, segir Ásgeir fulltrúa nýfrjálshyggjunnar, sem hafi sannast að væri gölluð og úrelt stefna í hruninu.

Þá hefur Ásgeir fengið heldur kuldalegar  móttökur frá forystu verkalýðshreyfingarinnar, helst Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem taldi skipun Ásgeirs vera „hörmulegar fréttir.“

Gallað ferli

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins virðist þó á öðru máli. Hann eyðir meirihluta dálksentimetra sinna í að telja upp gallana í ráðningaferlinu, en kemst síðan að þeirri niðurstöðu að hið meingallaða ferli hafi þrátt fyrir allt ekki komið að sök.

Staksteinahöfundur telur að hæfisnefndir taki völdin af stjórnmálamönnum í of miklum mæli þessi dægrin:

„Nú liggur fyrir ákvörðun um nýjan seðlabankastjóra. Seðlabankastjóraskipti voru miklu meira en tímabær en aðdragandi þeirra nú er umhugsunarverður líkt og yfirleitt þegar skipað er í nýjar stöður hjá hinu opinbera um þessar mundir. Orðið er brýnt fyrir stjórnmálamenn að endurmeta rækilega þær aðferðir sem notaðar eru og felast í því að skipa einhvers konar valnefndir sem í raun stilla ráðherrum upp við vegg og taka af þeim völdin,“

segir pistlahöfundur og nefnir að það hafi aldrei hafa verið ætlunin með slíkum nefndum, þó svo það hafi orðið raunin á endanum:

„Nefndir af þessu tagi eru ábyrgðarlausar og ættu aðeins að vera ráðherra til aðstoðar, en hafa þróast út í að sölsa til sín skipunarvaldið, eða þrengja að minnsta kosti að ráðherra með óeðlilegum hætti. Þetta sést ítrekað þegar skipað er í dómarastöður en er engu betra þegar skipað er í stöðu seðlabankastjóra. Slík ákvörðun á ekki að vera ábyrgðarlausrar nefndar sem raðar upp sínum óskakandidötum, heldur ráðherra sem ber ábyrgð og stendur reglulega frammi fyrir kjósendum.“

Ferlið kom reyndar ekki að sök

Að lokum segir Staksteinahöfundur að þrátt fyrir allt þetta gallaða ferli, þar sem ábyrgðalaus nefnd raðaði upp óska-umsækjendum sínum, og stillti ráðherra upp við vegg, hafi það ekki reynst svo illa eftir allt saman, því ekki sé hægt að gagnrýna Ásgeir:

„Þetta gallaða ferli og vafasöm vinna valnefndar verður þó ekki til þess að ástæða sé til að gagnrýna þann sem nú hefur verið skipaður. Hann hefur sýnt ágætan skilning á efnahagsmálum og honum fylgja allar góðar óskir í nýju og vandasömu starfi.“

Þess má geta að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er fyrrverandi seðlabankastjóri og ætti því að vita hvaða hæfniskröfur eru nauðsynlegar í starfið, en þess ber að geta að Davíð skrifar Staksteina sjaldnar en margur heldur og er alls ekkert víst að hann haldi um penna í dag. Davíð var gagnrýninn á yfirstjórn Kaupþings banka (Arion) í aðdraganda hrunsins og eftir, en Ásgeir starfaði þar um árabil, sem er ein helsta ástæða þeirrar gagnrýni sem Ásgeir hefur fengið eftir að greint var frá skipun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki