fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Ingi segir biðlista Svandísar lífshættulega: „Öm­ur­leg lífs­reynsla sem veld­ur lík­am­legu og and­legu tjóni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 09:19

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera á biðlista í vik­ur, mánuði, ár eða leng­ur er öm­ur­leg lífs­reynsla sem veld­ur lík­am­legu og and­legu tjóni, sem er í mörg­um til­fell­um aldrei hægt að laga. En að þetta sé orðinn dag­leg­ur viðburður hjá þúsund­um veikra ein­stak­linga í meira en 25 ár er fá­rán­legt og óá­sætt­an­legt með öllu,“

segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins í grein í Morgunblaðinu í dag.

Á biðlista í lífshættu

Guðmundur situr í velferðarnefnd Alþingis og fékk bréf frá sjúklingi á hjarta- og lungnadeild á Landspítalanum við Hringbraut, sem, hafði beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð, eftir að henni hafði verið frestað. Þar segir að þetta sé algengt, og gerist ítrekað, en hafi mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu.

Dregur hann heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, til ábyrgðar:

„Þegar veikt fólk hef­ur verið á biðlista eft­ir hjartaaðgerð í mánuð eða leng­ur þá á strax að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um hjá heil­brigðisráðherra og yf­ir­stjórn Land­spít­al­ans. Þegar veikt fólk hef­ur verið á biðlista í 30-40 daga eft­ir lífs­nauðsyn­legri hjartaaðgerð er biðin ekki bara far­in að vera veru­lega slæm, held­ur er fólkið komið í lífs­hættu.“

Guðmundur Ingi, sem sjálfur er öryrki, lýsir því að hann hafi sjálfur verið á biðlista árið 1995, þegar líf hans hékk á bláþræði:

„Var það vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðils sem ég fékk aðgerðina loks­ins og sag­an end­ur­tók sig aft­ur 1997. Í dag, 25 árum seinna, er allt óbreytt og líf fólks hang­ir enn á bláþræði og al­var­lega veikt fólk á biðlista leit­ar í fjöl­miðla og allra leiða til að lifa af ver­una á biðlist­an­um.“

Kerfið sprungið

Guðmundur  spyr hvað kerfið eða ríkisstjórn hvers tíma sé að gera alvarlega veiku fólki á biðlistum og aðstandendum þeirra:

„Jú, valda þeim skaða með óþarfa lyfjainn­töku mánuðum eða árum sam­an og valda börn­um einnig skaða við að þurfa að horfa upp á föður, móður, afa eða ömmu þeirra í lyfja­vímu, sár­kval­in og bál­reið á biðlista eft­ir aðgerð. Ástæða þess að hjartaaðgerðum er ít­rekað frestað í vik­ur, mánuð eða leng­ur er sú að gjör­gæsl­an get­ur ekki tekið við fólki eft­ir að aðgerðinni er lokið. Ástæðan er of fá rúm á gjör­gæsl­unni og það stopp­ar aðgerðirn­ar og þá einnig skort­ur á gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræðing­um vegna sum­ar­leyfa og fleira og fleira.“

Lífið liggur við

Guðmundur segir að tími sé til kominn að finna lausn á vandanum í heilbrigðiskerfinu, þar sem vandamálin hafa lengi legið ljós fyrir:

„Er ekki kom­inn tími til að biðlist­ar með lífs­hættu­lega veiku fólki heyri sög­unni til og við öll sem ábyrgð ber­um á ástand­inu tök­um hönd­um sam­an og finn­um lausn strax? Hvers vegna er skort­ur á gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræðing­um? Er það vegna óviðun­andi vinnu­álags og þá af­leiðing­in af því kuln­un í starfi? Er þá ekki fá­rán­legt að eyðileggja sum­ar­leyfið hjá hjúkr­un­ar­fræðing­un­um og valda enn meira álagi? Ef þetta er ástæðan fyr­ir biðlist­un­um, semj­um þá við hjúkr­un­ar­fræðing­ana og aðra sem málið varðar og það strax. Lífið ligg­ur við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt