fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:53

Herjólfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herjólfur III, hin nýja glæsilega rafferja milli lands og Vestmannaeyja, sem kostaði um 4.3 milljarða króna, hefur ekki enn hafið siglingar, líkt og greint var frá í gær, en til stóð að Herjólfur hæfi siglingar í gærmorgun.

G.Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Eyjuna í dag að Herjólfur þyrfti að fara í slipp á Akureyri í september, en galli kom upp í öðrum jafnvægisugganum með þeim afleiðingum að sjór kemst inn í olíu. Mun Vegagerðin fara fram á að pólska skipasmíðastöðin sem smíðaði Herjólf, bæti tjónið. Eyjar.net greindu fyrst frá.

Herjólfur mun þrátt fyrir gallann hefja siglingar eftir helgi og segir G. Pétur að þjóðhátíðargestir geti því andað rólega, en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram fyrstu helgina í ágúst, venju samkvæmt.

Sjá einnig: Hrakningasaga Herjólfs heldur áfram – Siglir ekki í dag eins og til stóð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum