fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Eyjan

Þingflokkur Pírata beitti sér gegn Birgittu sem segist „svívirt“ – Píratar skiptast í tvær ólgandi fylkingar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 13:42

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var greint frá því að tilnefningu Birgittu Jónsdóttur í trúnaðarráð Pírata hefði verið hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi flokksins. Alls sögðu 55 nei við tillögunni, en 13 sögðu já.

Enginn þingmaður úr þingflokki Pírata studdi tillöguna, en sem kunnugt er þá kom Birgitta að stofnun Pírata og var einskonar formaður hans á tímabili. Hún sagði sig úr flokknum í fyrra en virðist hafa sóst eftir endurkomu með fyrrgreindri niðurstöðu.

Sjá nánar: Píratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi

Gömul sár ekki gróin

Mikill ágreiningur kom upp hjá Pírötum árið 2016 og þurfti að kalla til vinnustaðasálfræðing. Voru deilurnar meðal annars um leiðtogahlutverkið innan flokksins og virtist kastast sérstaklega í kekki milli Birgittu og Helga Hrafns Gunnarssonar.

Helgi staðfestir við Vísi að hann hafi ekki stutt Birgittu í kosningunni í gær.

Nýtur ekki trausts

Þá segir Halldóra Mogensen einnig að þeir sem viðstaddir voru úr þingflokki Pírata, hafi beitt sér gegn skipan Birgittu í trúnaðarráðið:

„Þeir aðilar sem fara í trúnaðarráð þurfa að njóta trausts. Birgitta er umdeild innan flokksins enda er hún búin að fara, og hún er alveg búin að tæta þingflokkinn og Pírata í borginni í sig í fjölmiðlum.“

Segist Halldóra bera mikla virðingu fyrir störfum Birgittu í þágu Pírata í gegnum árin, en:

„…hún er umdeildur karakter, og þá er trúnaðarráð ekki beint staðurinn. Þeir einstaklingar sem eru þar þurfa að njóta trausts nánast allra. Þeir þurfa að vera svolítið óumdeildir,“

segir Halldóra við Vísi og bætir við:

„Hún Birgitta er gædd mörgum hæfileikum en sáttamiðlun er ekki einn af þeim.“

Mannorðsmorð og svívirðingar

Mikil ólga er meðal Pírata í lokuðum spjallþráðum um málið þar sem fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, með eða á móti Birgittu. Er talað um að fundurinn í gær hafi verið „aftaka“ og að Birgitta eigi slíka meðferð ekki skilið, þó svo hún sé erfið í samstarfi.

Birgitta segir á Facebook að hún ætli ekki að tjá sig við fjölmiðla, en birtir frægt ljóð eftir J.P. Árdal, er fjallar um mannorðsmorð með lygum og svívirðingum, sem leiðir til vinaleysis og ógæfu. Segir hún að heimfæra megi það á atburði gærdagsins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi
Eyjan
Í gær

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl
Eyjan
Í gær

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun
Eyjan
Í gær

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“