fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

ASÍ: „Það er rangt sem bæði Vísir og Fréttablaðið fullyrða“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 11:16

Drífa Snædal, forseti ASÍ Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings Vísis og Fréttablaðsins af verðkönnun sem ASÍ gerði í fyrradag, þar sem fram kom að hæsta verðið væri oftast í verslunum 10- 11.

„Það er rangt sem bæði Vísir og Fréttablaðið fullyrða að Krónan sé með lægsta verðið í þessari könnun. Í fréttatilkynningu ASÍ kemur hvergi fram að Krónan sé oftast með lægsta verðið. Þvert á móti stendur skýrum stöfum í upphafi fréttarinnar, „Hæsta verðið var oftast í 10-11 en það lægsta oftast í Bónus,“

segir í tilkynningunni. Þar er einnig nefnt hvað gæti hafa valdið misskilningi, en ASÍ segist ekki geta borið ábyrgð á því ef fjölmiðlar fari rangt með:

„Það sem kann að hafa valdið misskilningi er að í fréttatilkynningunni var birt tafla með nokkrum verðdæmum (lítil vörukarfa með 15 vörum völdum af handahófi) þar sem Krónan var örlítið lægri en Bónus. Í verðkönnunin allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir. ASÍ getur ekki borið ábyrgð á því ef fjölmiðlar, í þessu tilviki Vísir og Fréttablaðið, fara rangt með. Verðlagseftirlitið hvetur fjölmiðla til að lesa fréttatilkynningar þess vandlega og draga svo ályktanir. Verðlagseftirlit ASÍ stendur við fréttina sem send var fjölmiðlum 5. júní.“

Sjá einnig: Verðkönnun ASÍ:10-11 er lang dýrasta matvöruverslunin – 420 króna munur á 2ja lítra kók

Fréttatilkynning ASÍ vegna verðkönnunar frá 5. júní

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi