fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sex klósetta tæpar 600 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 10:42

Eitt af salernum Reykjavíkurborgar. Mynd-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 2001 hefur Reykjavíkurborg leigt útisalerni sem staðsett eru í miðborgarsvæðinu. Á tímabilinu hefur Reykjavíkurborg greitt tæpar 418 milljónir króna fyrir leiguna, sem miðað við uppreiknaða byggingarvísitölu eru rúmar 590 milljónir króna, eða um 100 milljónir á hvert klósett. Morgunblaðið greinir frá.

Nú eru útisalernin sex talsins og hefur innkauparáð Reykjavíkur óskað eftir heimild til framlengingu á samningi við EHermannsson ehf, (áður AFA JCDecaux Ísland ehf.) um leigu og rekstur þeirra, en gildandi samningur rennur út um mánaðarmótin. Er lagt til að leigan verði framlengd til 31. desember næstkomandi svo ekki verði „þjónustufall“ en að þeim tíma loknum verði búið að vinna að nýju salernisútboði, eða að fallið verði frá þjónustunni.

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna framlengingar samningsins er 18 milljónir króna, með virðisaukaskatti.

Í frétt Morgunblaðsins eru salernin sögð afar fullkomin, börn léttari en 14 kíló geti ekki lokast þar inni og að hurðin opnist sjálfkrafa eftir 15 mínútur, sem er vonandi nægur tími fyrir flesta til að athafna sig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja