fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 13:10

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar greindi hann frá því að smálánafyrirtækin hafi komið því inn í skilmála sína að  með samþykki  gefi notendur þjónustunnar leyfi fyrir því að smálánafyrirtækin geti innheimt skuld sína beint af bankareikningi viðkomandi skuldara. Það varði hinsvegar við lög.

Kallar eftir ábyrgð fjármálafyrirtækja

Breki segir að önnur fjármálafyrirtæki, sem og bankarnir hljóti að bera ábyrgð líka, fyrir að leyfa þessu að gerast:

„Það sem við erum að beina sjónum okkar að núna eru öll þessi fyrirtæki sem telja sig vera ábyrg en leyfa þessu að gerast, því smálánafyrirtæki virðast geta farið beint inn á bankareikninga hjá fólki strax og einhver peningur birtist á reikningnum. Við höfum sent öllum fjármálafyrirtækjum í landinu fyrirspurn um hvernig þetta megi vera,“

segir Breki en nefnir að óheimilt sé að skuldbinda fólk umfram lög:

„Að sögn smálánafyrirtækjanna hefur fólk merkt við þannig að það megi taka út af reikningum þeirra, en það má aldrei skuldbinda sig umfram lög, þú getur ekki skuldbundið fólk umfram það sem leyfilegt er samkvæmt lögum. Smálánafyrirtækin eru því með aðstoð, eða með því að önnur fyrirtæki líti framhjá þessu, að fremja lögbrot á okkar skjólstæðingum.“

Sagðist Breki vera að bíða svars frá bönkunum um hvernig standi á þessu.

35 þúsund prósent vextir

Breki nefndi einnig að mörg dæmi væru um að fólk hefði lent í vítahring smálána:

„Við höfum séð dæmi um allt að 35 þúsund prósent vexti. Þetta er náttúrulega úr öllu korti,“

sagði Breki, en samkvæmt lögum má aðeins veita lán með hámarki 50 prósent vöxtum, auk Seðlabankavaxta.

vonast Breki til að fá fjármálastofnanir og bankana til liðs við sig að uppræta slíka starfssemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi