fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Gunnarsson: „Það verða þykkir kaflar um kostulega stjórnunartíð þessa manns hjá sagnfræðingum framtíðarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 15:51

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í leiðara gærdagsins að lítið fari fyrir umræðum um skattamál og gagnrýnir skattstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega sem hafi lítið breyst frá hruni, nema þá helst í öfuga átt:

„Þær miklu og fjölmörgu skattahækkanir sem þá dundu á þjóðinni, réttlættar með skyndilegum efnahagserfiðleikum, hafa flestar haldið sér, jafn undarlegt og það er,“

segir Davíð og bætir við að nú sé rétti tíminn til að lækka skatta og draga úr launatengdum gjöldum:

„…en varla verður sagt að nokkuð bóli á slíku. Samtök atvinnulífsins benda sérstaklega á í umfjölluninni um fjármagnstekjuskattinn að ólíkt því sem oft mætti ætla af umræðunni sé skattbyrði fjármagns svipuð og skattbyrði launa og skattbyrði fjármagns hér á landi sé ekki endilega minni en annars staðar á Norðurlöndum þó að því sé oft haldið fram.“

Davíð vísar til álits SA, sem minnti á að skattur á fjármagnstekjur hafi verið hækkaður úr 20% í 22%, „undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður, en rúmlega ári síðar hafi ekkert bólað á slíkri endurskoðun.

Þessi gaur

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur ekki mikið álit á efnahagsþekkingu Davíðs ef marka má skrif hans á Facebook:

„Þessi gaur keyrði íslenska hagkerfið í þrot og setti Seðlabankann á hausinn. Fjármagnaði skattalækkanir á hátekjuhópunum með því að skerða vaxta- og barnabætur verulega á árunum 2000 – 2004 og seldi að auki allt félagslega húsnæðiskerfið. Á meðan hann var borgarstjóri reisti hann stórbyggingar og fór 5 milljarða fram úr tekjuáætlunum Reykjavíkurborgar. Það verða þykkir kaflar um kostulega stjórnunartíð þessa manns hjá sagnfræðingum framtíðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn