fbpx
Miðvikudagur 05.október 2022
Eyjan

Kolbeinn Óttarsson Proppé: „Stærð fjölmiðla segir ekki allt um mikilvægi þeirra“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 15:06

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú hugmynd að miða við 20 manna ritstjórn, sem sum hafa fleytt – ekki síst stærri fjölmiðlar, er að mínu viti stærðarelítismi. Misskilin hugsun um að stór fjölmiðill sé alltaf mikilvægari en lítill. Svo er ekki. Ég held að allir fjölmiðlar eigi að geta vel við unað að fá þann stuðning sem mælt hefur verið fyrir. Ég hvet stjórnendur þeirra til að fagna frekar þeim styrk sem fjölmiðlar þeirra fá en að agnúast yfir því að aðrir fái líka – óháð mati þeirra á öðrum fjölmiðlum.

Svo ritar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, varðandi umræðuna um fjölmiðlafrumvarpið og gagnrýni frá Haraldi Johannessyni, annars ritstjóra Morgunblaðsins, sem í umsögn sinni um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði til að burðugustu fjölmiðlarnir á Íslandi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og Vísir/Stöð 2 ættu að fá stærri sneið af kökunni en aðrir, eða 150 af þeim 400 milljónum sem til úthlutunar eru. Þá lagði hann til að ritstjórnir með færri en 10-20 manns fengu engan styrk, en í frumvarpinu er skilyrðið að þrír myndi ritstjórnina til að hljóta styrk.

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins, hefur sagt að frumvarpið sé blekking, það muni ekki hafa áhrif á fjölmiðlamarkaði, nema þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Hefur hún lagt til ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda Fréttablaðsins, að takmörkun á auglýsingum miðaðist við 30% í stað 40%, en ekki er óalgengt að magn auglýsinga í Fréttablaðinu fari upp í 70%.

Hættuleg braut

„Það er heldur ekki hægt að miða við það hvort eigendur fjölmiðla eru manni að skapi. Þá erum við komin á hættulega braut, þar sem við viljum bara að fólk með skoðanir okkur hugnanlegar fái styrk. Annað hvort styrkjum við einkarekna fjölmiðla eða ekki, ekki bara þá sem við viljum styrkja,“

segir Kolbeinn og segir mikilvægt að flóran sé sem fjölbreyttust:

„Einfaldasta leiðin er því að miða við fjölda á ritstjórn. Sú stærð er óumdeilanlegust (þó hún sé ekki alveg óumdeilanleg). Að miða við þrjá í ritstjórn er fínt. Stærð fjölmiðla segir ekki allt um mikilvægi þeirra. Raunar fjöldi blaðamannaverðlauna eða tilnefninga þar um ekki heldur. Það er mikilvægt að flóran sé sem fjölbreyttust og Skessuhorn er alveg jafn mikilvægt og Fréttablaðið. Þetta segi ég sem fyrrverandi starfsmaður beggja blaða.“

Stærstu fá mest eftir gagnrýni

Fjölmiðlar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til að hljóta styrk frá ríkinu og endurgreiðslu á 25% ritstjórnarkostnaðar upp að 50 milljónum. Þá hefur verið bætt inn í frumvarpið „sérstökum stuðningi“, en hann felur í sér 5.15% endurgreiðslu mánaðarlauna upp að 927 þúsund krónum, umfram 50 milljóna þakið.

Þessi sérstaki stuðningur mun því hafa mest áhrif á ritstjórnir þriggja stærstu fjölmiðlana, sem hvað harðlegast gagnrýndu frumvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar reynir að rétta af kúrsinn í umræðunni um valdheimildir lögreglu

Brynjar reynir að rétta af kúrsinn í umræðunni um valdheimildir lögreglu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Í dag er stór dagur hjá Nýjum Landspítala“

„Í dag er stór dagur hjá Nýjum Landspítala“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tómas segir spurningu hans enn ósvarað – Matsstig nýbygginga hækkað þvert á mat byggingarfulltrúa

Tómas segir spurningu hans enn ósvarað – Matsstig nýbygginga hækkað þvert á mat byggingarfulltrúa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kalla eftir meiri stuðningi við konur í Íran – Vilja fylla Austurvöll í samstöðumótmælum

Kalla eftir meiri stuðningi við konur í Íran – Vilja fylla Austurvöll í samstöðumótmælum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Analísering á skáksvindli heimsmeistarans

Analísering á skáksvindli heimsmeistarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir sviðsstjórar hjá Reykjavíkurborg – Sjálfstæðismenn undrast að hæfir umsækjendur hafi ekki fengið viðtal

Nýir sviðsstjórar hjá Reykjavíkurborg – Sjálfstæðismenn undrast að hæfir umsækjendur hafi ekki fengið viðtal