fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 07:45

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðal launahæstu þjóðarleiðtoga í heiminum ef miða má við lista sem bandaríska dagblaðið USA Today birti á páskadag um tuttugu tekjuhæstu þjóðarleiðtoga heims. Listinn nær yfir fólk sem hefur í raun einhver völd, er yfir framkvæmdavaldi eða ríkisstjórn, frekar en þjóðhöfðingja sem oft hafa meira táknrænt hlutverk. Þá eru einræðisherrar og leiðtogar konungsríkja á borð við Katar og Sádi-Arabíu ekki með í umfjölluninni vegna skorts á áreiðanlegum gögnum um laun þeirra.

USA Today gefur launin upp í Bandaríkjadölum en samkvæmt umfjöllun blaðsins hafði Katrín um 242.000 dollara í laun á síðasta ári en útreikningarnir eru miðaðir við gengi gjaldmiðla þann 13. apríl 2018. Þessi laun koma henni í 17. sæti listans.

Laun Katrínar eru aðeins lægri en laun starfsbræðra hennar í Svíþjóð og Danmörku, þeirra Stefan Löfven og Lars Løkke Rasmussen en þeir eru í 15. og 16 sæti. Löfven var með um 244.000 dollara í laun á síðasta ári og Rasmussen með 249.000 dollara. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kemst ekki á listann.

Fjórar konur er að finna á listanum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er í sjöunda sæti með tæplega 340.000 dollara í árslaun. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er í sjötta sæti með tæplega 370.000 dollara í árslaun. Launahæsta konan er Carrie Lam, framkvæmdastjóri/landstjóri Hong Kong, en hún er mð um 568.000 dollara í árslaun.

Forsætisráðherra Singapúr, Lee Hsien Loong, trónir á toppi listans með um 1,6 milljónir dollara í árslaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða