fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Drífa krefst svara og sættir sig ekki við að breytingar á skattkerfinu taki þrjú ár

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 11:22

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í pistli sínum í dag að stjórnvöld megi ekki draga lappirnar varðandi breytingar á skattkerfinu líkt og lofað var. Segir hún að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við þriggja ára innleiðingu og krefst tafarlausra svara:

„Það er ljóst að skattabreytingarnar þurfa að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks munu ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Á þeim félagsfundum sem undirritaðar hafa setið, þar sem samningarnir og yfirlýsing stjórnvalda hefur verið kynnt, leggja félagsmenn mikla áherslu á skjót svör af hálfu stjórnvalda. Öll spjót standa því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar.“

Drífa minnir á loforð stjórnvalda um skattalækkanir:

„Grundvöllur þeirra samninga sem nú eru í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum stéttarfélaganna er meðal annars loforð um skattalækkanir til handa þeim sem lægstar tekjur hafa, þar með taldir aldraðir og öryrkjar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við samningana stendur orðrétt:

„Komið verði á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Miðað er við að sú aðgerð auki ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins um tíu þúsund krónur á mánuði.“

Í ljósi þeirra alvarlegu breytinga sem átt hafa sér stað á skattkerfinu á síðustu áratugum, þar sem skattar hafa verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága, krafðist verkalýðshreyfingin vegna augljósra sanngirnissjónarmiða fjögurra þrepa skattkerfis auk leiðréttingar á fyrrnefndri skattatilfærslu. Lengra varð ekki komist að þessu sinni en barátta Alþýðusambandsins fyrir réttlátu skattkerfi heldur áfram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna