fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2019 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn Viðreisnar og Samfylkingar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Logi Einarsson, hafa sent forsætisráðherra bréf þess efnis að mikilvægtsé að afgreiða frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans hið snarasta, en því hefur ítrekað verið frestað. Þetta kemur fram á Facebook-síðum þeirra.

„Rétt í þessu sendum við Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra bréf þar sem við minntum á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki – og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta. Sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í enn eitt skiptið frestað að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á þriðja orkupakkanum. Ítrekað hefur verið fullyrt að tillagan verði lögð fram í síðasta lagi á þingi í lok febrúar 2019. Í dag er 5. mars og enn er talað um að taka þurfi tíma.“

Þorgerður og Logi benda á að erfiðleikar séu innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins, en þar eru ekki allir á einu máli hvort innleiða eigi þriðja orkupakkann eður ei:

„Öllum er ljóst að erfiðleikar eru innan ríkisstjórnar við að koma fram með málið. Flest bendir til þess að ekki sé meirihluti fyrir málinu á þingi á meðal ríkisstjórnarflokkanna. Þess vegna vildum við Logi fyrir hönd Viðreisnar og Samfylkingar bjóða forsætisráðherra fram aðstoð okkar og gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja framgang málsins á Alþingi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“