fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Líf með lausnina gegn svifryki

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2019 16:00

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur hafist handa við að rykbinda helstu umferðargötur, en í gær fór svifryksmengun hátt yfir heilsuverndarmörkin. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG segir að óásættanlegt sé að búa við vond loftgæði:

„Svifryksmengun er heilsufarsmál og það er óásættanlegt að loftgæði mælist vond og ömurlegt að búa við slíkt. Að mestu má rekja þetta til umferðar og iðnaðar sem er auðvitað af mannanna völdum -og það sem mennirnir búa til hljóta þeir að geta upprætt.“

Það er ekki að ástæðulausu sem Líf nefni svifryksdagana „gráa daga“

Hjólhestur, strætó og tveir jafnfljótir

Þá segir Líf að ýmislegt megi gera til að halda svifryki í lágmarki og segir að engum megi standa á sama, ef takast eigi að uppræta slíka mengun:

„Í dag fer borgin út með litlu sópbílana sína og þegar er hafist handa við að rykbinda. Ýmislegt annað er hægt að gera. Til dæmis skilja bílana eftir heima og taka strætó, ganga eða hjóla. Við erum að skoða það á vettvangi borgarinnar að gefa ókeypis í strætó á þessum dögum og svo erum við auðvitað að bíða eftir auknum heimildum með nýju umferðarlögunum.“

Kallar Líf eftir breyttu viðhorfi til umhverfisins og ferðamáta höfuðborgarbúa:

„Breyttar ferðavenjur eru lykilatriði í uppræta loftmengun og stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þá kemur vonandi ekki til þess að við þurfum í sífellu að vera með viðbrögð heldur erum við þar með búin að fyrirbyggja að svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum. Vonandi gerist þetta sem fyrst og í nálægri framtíð. Þangað til reynir borgin að gera sitt allra besta í að stemma stigu við hvers kyns loftmengun.#gráirdagar

Bannað að keyra

Í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sem nú er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd, er lagt til að sveitarfélögin og Vegagerðin fái heimild til að takmarka, eða banna með öllu, umferð um tiltekinn tíma þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk:

„Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn