fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Eyjan

Málverk af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram fjarlægt að ósk nemanda

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málverk af hjónunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram hefur hangið áratugum saman á vegg í matsal Menntaskólans á Ísafirði.

Það hefur hins vegar verið tekið niður að beiðni nemanda skólans. RÚV greindi frá.

Það var nemandi í feministafélagi MÍ sem fór fram á það við starfsfólk skólans að málverkið yrði tekið niður og var það gert samdægurs. Staðfestir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ, það að málverkið hafi verið tekið niður.

Formlegt erindi barst ekki um málið, heldur var málverkið fjarlægt til að bregðast við ábendingum frá nemendum og starfsfólki um að málverkið ylli fólki óþægindum. Jón Reynir vildi ekki veita upplýsingar um hvar málverkið er nú niðurkomið en segir það ekki hanga lengur á vegg í skólanum.

Málverkið af hjónunum, sem nú hefur verið fjarlægt.

Jón Baldvin Hannibalsson var fyrsti skólameistari Menntaskólans á Ísafirði á árinum 1970-1979 en meðal þeirra sem hafa sagt sögur sínar af kynnum við Jón Baldvin undir myllumerkinu #metoo eru fyrrverandi nemendur við skólann. Málverkið var gjöf frá fyrsta útskriftarárgangi skólans og var fært skólanum á 10 ára stúdentsafmæli þeirra árið 1984. Málverkið hefur því hangið uppi í meira en þrjá áratugi. Ekki er sérstök hefð fyrir því að málaðar séu myndir af fyrrverandi skólameisturum. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, gegndi einnig stöðu skólameistara við skólann á tímabili og kenndi jafnframt tungumál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup