fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Enginn Pálmavogur í götuheitum Vogabyggðar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 16:45

Séð yfir svæðið þar sem Vogabyggð mun rísa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýja hverfi Vogabyggð hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna listaverks sem þar á að rísa, en það samanstendur af tveimur pálmatrjám í upphituðum glerhylkjum og kostnaðurinn um 140 milljónir króna.

Hin nýja byggð er reist á gömlum grunni, nánar tiltekið í Voga-hverfinu, en götuheitin Skútuvogur, Dugguvogur og Súðarvogur eru löngu orðin gamalgróin götuheiti í hugum margra.

Alltaf er fróðlegt að heyra ný gatnanöfn og í Vogabyggð munu vegfarendur geta keyrt um Skektuvog, Trilluvog, Arkarvog, Bátavog, Kugguvog og Drómundarvog. Þá munu torgin þar um fá nöfnin  Skutulstorg, Vörputorg, Sökkutorg og Öngulstorg.

Engin skírskotun verður í pálmatrén, enda óvíst hvort þau rísi úr þessu.

Nafngiftin tengist auðheyranlega skipum líkt og eldri gatnaheitin, en hvort íbúar þar munu finna fyrir sjóriðu eða sjóveiki skal ósagt látið.

Þess má geta að Drómundur þýðir stórt herskip, en einnig má finna skírskotun í Drómundar og Önguls-nafnið úr Íslendingasögunum. Hálfbróðir Grettis Ásmundssonar var Þorsteinn drómundur, sem hefndi bróður síns og vó banamann hans, Þorbjörn Öngul í Miklagarði.

Hugmyndir arkitekta að nýrri Vogabyggð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn