fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

Björgólfur Thor sagður fá 30 milljarða í arð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 14:57

Björgólfur Thor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, mun fá 250 milljón dollara arðgreiðslu frá fjarskiptafélaginu WOM í Chile að sögn Viðskiptablaðsins. Eru það um 30 milljarðar króna.

Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs, en unnið er að sölunni. Erlendir fjölmiðlar segja hinsvegar að órói og mótmæli í Chile gætu fælt fjárfesta frá.

Novator hefur fjárfest í WOM fyrir 400 milljónir dollara, um 50 milljarða króna, en það keypti árið 2015 fjarskiptafélagið Nextel og breytti nafninu í WOM. Er markaðshlutdeild félagsins sögð hafa farið úr  þremur prósentum í 18 prósent á þeim tíma þar ytra og sé með um 6.5 milljónir viðskiptavina.

Novator á í fjarskiptafélögunum Nova á Íslandi og Play í Póllandi, ásamt yfir tylft annarra félaga.

Björgólfur var í 1.116 sæti á lista Forbes yfir milljarðamæringa um mitt þetta ár, en mögulega hækkar hann eitthvað á listanum við þessar fréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu