fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Eyjan

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. desember 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er voða falleg mynd af því hvernig Hlemmtorg gæti litið út eftir endurnýjun sem á að fara fram á næstu árum. Þetta er samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í dag. Það er svosem ekki alltaf að marka svona arkitektateikningar, en maður getur varla annað en hrifist af markmiðunum sem þarna eru sett um lífvænlega borgarbyggð. Svæðið í kringum Hlemm er líka ólíkt líflegra en var um langt skeið og skemmtilegra að ganga þar um.

En á sama tíma er gamla aðaltorgið, Lækjartorg, skelfing dapurlegt. Það er dimmt og lífvana og fátt þar sem gleður augað eða fær mann til að staldra við. Jólakötturinn er þar reyndar yfirhátíðarnar – hann er bráðskemmtilegur – en að öðru leyti er torgið fjarska dauflegt með sínum Héraðsdómi,  úr sér gengnu blómabeðum sem eru á stöllum og húsinu sem eitt sinn hýsti strætóbiðstöð og var jafnvel talið hið ljótasta í Reykjavík  Torgið er örugglega engin miðstöð mannlífs lengur, heldur gengur maður hratt yfir það á leið eitthvert annað.

Mætti kannski athuga hvort listamaðurinn Þrándur Þórarinsson eigi einhverja kollgátu í þessari útgáfu af Lækjartorgi sem hann málaði 2018.

Svo má rifja upp þennan brag Gests Þorgrímssonar frá því á sjötta áratugnum. Þarna syngur hann um mannlífið á Lækjartorgi og þar bregður fyrir ýmsum þekktum borgurum þess tíma og segir líka frá ungum elskendum sem þar eiga fundi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga segir myndirnar sýna hið sanna – „Bölv­un sem brýt­ur niður fólk“

Inga segir myndirnar sýna hið sanna – „Bölv­un sem brýt­ur niður fólk“
Fréttir
Í gær

Fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar ákærður – William Scobie sagður hafa ráðist á lögreglumenn

Fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar ákærður – William Scobie sagður hafa ráðist á lögreglumenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Sundabraut – Mögulega önnur stórframkvæmd brýnni

Deilurnar um Sundabraut – Mögulega önnur stórframkvæmd brýnni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkalýðsforysta á villigötum – Engar lausnir, aðeins hótanir

Verkalýðsforysta á villigötum – Engar lausnir, aðeins hótanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eru dagar ríkisgluggapóstsins taldir? Bjarni leggur til rafrænt pósthólf

Eru dagar ríkisgluggapóstsins taldir? Bjarni leggur til rafrænt pósthólf