fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Gunnar skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika ​

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu lögbundinnar hæfnisnefndar og að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, skipað Gunnar Jakobsson, lögfræðing, í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára frá og með 1. mars 2020. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika var auglýst laust til umsóknar 3. október sl. Umsóknir bárust frá tíu einstaklingum og dró einn umsækjandi umsókn sína til baka.

Fimm mjög hæfir

Hæfnisnefnd sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, mat fimm umsækjendur, Guðrúnu Johnsen, Gunnar Jakobsson, Jón Þór Sturluson, Tómas Brynjólfsson og Yngva Örn Kristinsson mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands tók fjármála- og efnahagsráðherra umsóknargögn og greinargerð hæfnisnefndar til sérstakrar skoðunar auk þess sem hann lagði sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda, m.a. með viðtölum við þá sem hæfastir höfðu verið metnir að áliti hæfnisnefndar. Var það niðurstaða fjármála- og efnahagsráðherra að Gunnar Jakobsson lögfræðingur væri hæfastur umsækjenda og var hann tilnefndur til að fá skipun í embættið.

Gunnar metinn hæfastur

Er það niðurstaða forsætisráðherra á grundvelli heildarmats á umsóknargögnum, greinargerð hæfnisnefndar og rökstuðningi fjármála- og efnahagsráðherra fyrir tilnefningu sinni, og annarra gagna málsins, að tilnefning fjármála- og efnahagsráðherra byggist á traustum málefnalegum grunni og að Gunnar Jakobsson sé í reynd, á grundvelli þeirra matsþátta sem lagðir eru til grundvallar í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands og í auglýsingu um embættið, hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Ferill Gunnars

  • Gunnar Jakobsson lauk cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA námi frá Yale háskóla árið 2001. Þá hlaut hann CFA-réttindi frá CFA-stofnuninni í Charlottesville í Virginíu árið 2006.
  • Gunnar starfaði sem lögfræðingur í uppboðsdeild hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 1995 en seinna sama ár hóf hann störf sem héraðsdómslögmaður hjá Lögmannsstofunni Síðumúla 9.
  • Á árunum 1997 til 1999 starfaði hann sem lögfræðingur á nefndasviði Alþingis, m.a. sem ritari efnahags- og viðskiptanefndar.
  • Gunnar hóf störf hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs & Co. sumarið 2000 og starfar þar enn í dag, fyrst í New York en frá árinu 2018 í London. Fyrsta árið var Gunnar fulltrúi á rekstrarsviði bankans. Á árunum 2001 til 2004 var Gunnar fulltrúi og síðar yfirmaður á rekstrarsviði bankans.
  • Á árunum 2006 til 2008 var hann yfirmaður á rekstraráhættusviði bankans, á árunum 2006 til 2008 yfirmaður og rekstrarstjóri áhættusviðs eignastýringar, rekstrar- og starfsmannastjóri markaðsáhættusviðs á árunum 2008 til 2012, framkvæmdastjóri rekstrardeildar markaðsáhættusviðs á árunum 2012 til 2015 og framkvæmdastjóri lausafjársviðs áhættustýringar á árunum 2015 til 2018.
  • Frá árinu 2018 hefur Gunnar gegnt stöðu framkvæmdastjóra lausafjársviðs og persónuverndar fyrir Goldman Sachs International í London.
  • Gunnar var stundakennari í almennri lögfræði á árunum 1995 til 1998 við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Þá sat hann í stjórn The Risk Management Association árin 2017 til 2019.

Þar sem Gunnar Jakobsson getur ekki hafið störf í Seðlabanka Íslands fyrr en 1. mars nk. vegna skuldbindinga sinna í núverandi starfi hefur forsætisráðherra, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, falið Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, að gegna störfum varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika samhliða starfi sínu sem seðlabankastjóri frá 1. janúar nk. þegar ný lög nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, öðlast gildi til 1. mars 2020.

Meðfylgjandi:

Greinargerð hæfnisnefndar

Tilnefning fjármála- og efnahagsráðherra ásamt rökstuðningi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“