fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir svarið frá forsetanum sanna lygar Ásmundar – „Nú mega jólin koma fyrir mér“ – Sjáðu bréfið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. desember 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Evrópuráðsþingsins, Liliane Maury Pasquier, hefur svarað klögunarbréfi Ásmundar Friðrikssonar um Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Birtir Þórhildur Sunna bréfið á Facebook, sem fékk afrit af svarinu einnig. Lesa má bæði bréfin neðst í fréttinni.

Í bréfinu kemur fram að Pasquier hafi aflað sér upplýsinga um málið frá Þórhildi Sunnu og telji ekkert í málinu benda til spillingar eða brots á reglum þingsins af hálfu Þórhildar sem réttlæti frekari aðgerðir, líkt og Ásmundur kallaði eftir.

Ásmundur sagði í útvarpsþætti að hann hefði ekki verið að kalla eftir neinum viðurlögum gagnvart Þórhildi Sunnu, sem hún segir vera lygi.

Í bréfi Ásmundar kemur skýrt fram að hann telji ástæðu til að Þórhildur Sunna verði svipt réttindum sínum í Evrópuráðsþinginu tímabundið og því ljóst að Ásmundur kallaði eftir viðurlögum vegna brots Þórhildar á siðareglum Alþingis.

Ósannindi Ásmundar

Þórhildur segir bréfið sönnun þess að Ásmundur hafi sagt ósatt:

„Jæja, þá er svarið frá forseta Evrópuráðsþingsins komið. Alveg eins og við var að búast að þá er einmitt ekki bannað að benda á spillingu í Evrópuráðsþinginu. Loks get ég líka sýnt fram á þau ósannindi sem Ásmundur hélt fram á Bylgjunni í gær um að hann hafi ekki farið fram á viðurlög gegn mér. Það er lygi. Hann vildi bæði að ég yrði svipt réttindum og að ég yrði jafnvel rekin úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Eins og meðfylgjandi bréf sýna.“

Brot á tjáningarfrelsi

Þórhildur segist þvert á móti hafa upplýst Evrópuráðsþingið um úrskurð siðanefdnar Alþingis í sinn garð, fyrir að segja í Silfrinu að rökstuddur grunur væri á því að Ásmundur hefði dregið að sér almannafé, líkt og hann játaði í Kastljósþætti nokkru áður.

Þar að auki vil ég að það komi skýrt fram að ég hef verið ófeimin við að upplýsa kollega mína í Evrópuráðsþinginu um siðaregluúrskurðinn allt frá því að hann féll. Enda um brot á mínu tjàningarfrelsi að ræða. Hans auma afsökun fyrir þessu tilgangslausa klögubréfi sínu er því ekki sönn.

Þó Ásmundur hafi ekki hugmynd um hvað ég er að gera í Evrópuráðsþinginu þýðir það ekki að hann megi bara fabúlera eitthvað út í loftið til þess að reyna að réttlæta þann augljósa hefndarhug sem liggur að baki þessu bréfi sem hann skrifaði.“

Bréf Ásmundar

Svarbréfið til Ásmundar

Sjá nánar: „Þórhildur Sunna bregst við klögunarbréfi Ásmundar – Guðmundur segir hann siðblindan – „Stjórnmálastéttinni til skammar“

Sjá nánarSjáðu fordæmalaus skrif Björns Leví:„Veit ekki hvort er verra, að vera svona heimskur eða vera svona vondur“

Sjá nánarBjörn líkir Þórhildi Sunnu við Donald Trump

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki