fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Vestfirðingar áberandi í umfjöllun New York Times –„Ef það er enginn fiskur, getum við ekki lifað á Íslandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 15:54

Kári Þór Jóhannsson á Ísafirði. Mynd/TSK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er umfjöllunarefnið í grein í  vefútgáfu New York Times í dag og eru Vestfirðingar þar í stóru hlutverki. Inntakið er hækkandi hiti sjávar og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar, sem kalli á auknar deilur ríkja um hver eigi fiskinn í sjónum.

Vitnað er í Kára Þór Jóhansson, fisksala, sem rekur fiskbúðina Sjávarfang á Ísafirði, sem og Pétur Birgisson, skipstjóra á Ísafirði, sem báðir lýsa því stuttlega hvernig breytt hegðun fisksins sjónum hefur kallað á breytingar á veiðum.

„Ef það er enginn fiskur, getum við ekki lifað á Íslandi,“ er haft eftir Pétri og segir Kári að sífellt þurfi að leita norðar í kaldari sjó til að fiska:

„Makríll og skötuselur voru suður af landinu hér áður fyrr, en nú hafa þessar tegundir fært sig hingað upp eftir og vestur af landinu, þar sem var kaldara.“

Þá er rakið í greininni að hitastig sjávar í kringum Ísland hafi hækkað  um allt að 2.2 gráður á síðastliðnum 20 árum og hvernig Ísland hafi þurft að gjalda þess til dæmis með hvarfi loðnunnar undanfarin ár.

Hættuleg vinna

„Fiskveiðar geta verið hættuleg vinna, ég vil ekki að börnin mín fari á sjóinn,“ er haft eftir Sæþóri Atla Gíslasyni, sjómanni í Bolungarvík:

„Það er gott starf að vinna við fiskeldi,“ segi Sæþór og tekur Pétur undir orð hans:

„Við verðum að koma á fiskeldi þar sem við getum ekki reitt okkur alfarið á sjóinn.“

Milliríkjadeilur

Þá er lauslega farið yfir hvernig fiskveiðar leiði til milliríkjadeilna og að fiskur sé helsta ástæðan fyrir því að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu.

Fjallað er stuttlega um makríldeiluna milli Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins, en ekkert er fjallað um veiðar Samherja á hrossamakríl við strendur Namibíu.

Einnig er vitnað í ritgerð Söru Mitchell, prófessors í félagsvísindum við háskólann í Iowa, að 25% allra hernaðarátaka lýðræðisríkja frá seinni heimsstyrjöld, megi rekja til fiskveiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir