fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Segir Ásmund skorta auðmýkt og samúð – „Félagsmálaráðherra féll því miður á þessu prófi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra harðlega vegna breytinga á fjármögnun félagslegs húsnæðis, sem er hluti af loforðapakka ríkisstjórnarinnar í lífskjarasamningunum. Ásmundur Einar fór mikinn á Alþingi í gær um málið og sagði stjórnarandstöðunni ekki treystandi til að ná lífskjarasamningunum í hús, þar sem hún gæti ekki unnið málið af sömu gæðum og hraða.

Lítilmagninn settur á bið

En Þorsteinn og aðrir í minnihlutanum telja að með breytingunum sé verið að setja uppbyggingu félagslegra íbúða fyrir öryrkja og þá sem standa utan vinnumarkaðar á bið, meðan ríkisstjórnin uppfylli skilmála sína gagnvart lífskjarasamningunum og vitnar hann í umsagnir Félagsbústaða, Reykjavíkurborgar og Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins um frumvarpið:

„Í umsögnunum þessara aðila kom fram að um 2000 manns biðu eftir húsnæði hjá þessum aðilum og fyrirséð væri að uppbygging yrði mun minni en þörf á næstu tveimur til þremur árum vegna þeirra breytinga sem fólust í frumvarpi félagsmálaráðherra. Það er vafalítið rétt hjá félagsmálaráðherra að stjórnarandstaðan hefði ekki verið tilbúin til að klára lífskjarasamninga með því að skilja þá tekjulægstu sem bíða félagslegra úrræða á húsnæðismarkaði eftir utangarðs,“

segir Þorsteinn og telur enga þörf hafa verið á því að skilja hina tekjulægstu eftir, þar sem hæglega hefði verið hægt að tryggja viðbótarfjármagn sem kæmi í veg fyrir að þeir sem verst stæðu þyrftu ekki að greiða fyrir skuldbindingar ríkisstjórnarinnar.

Skorti auðmýkt og samúð

„Stundum mættu stjórnmálamenn sýna ögn meiri auðmýkt gagnvart ábyrgð sinni og völdum. Að hlusta á þá gagnrýni sem sett er fram og freista þess að bæta úr með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Þetta á ekki hvað síst við þegar þeir sem verst standa í samfélaginu eiga í hlut. Félagsmálaráðherra féll því miður á þessu prófi í gær og virtist ekki hafa fullan skilning á afleiðingum af þeim lagabreytingum sem hann lagði fyrir Alþingi nú fyrir jólin,“

segir Þorsteinn og kallar eftir meiri samúð og skilningi hjá Ásmundi:

„Það er sorglegt að sjá að félagsmálaráðherra hafi ekki meiri skilning eða samúð með stöðu þeirra sem verst standa á húsnæðismarkaði en þetta mál hans og yfirlýsingar hans vegna þess gefa til kynna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“