fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þetta sagði Bjarni þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að halda áfram sem formaður

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. desember 2019 08:48

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómur hefur verið uppi um það að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að hætta sem formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Bjarni var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram sem formaður.

„Ég hef ekkert annað í hyggju en að halda áfram í stjórnmálum meðan að ég hef ánægju og gaman af. Ég hins vegar ætla ekki að svara spurningu um það hvernig mér líður eftir mörg ár sko eða hvenær ég ætla að hætta. Ég er hérna inni á miðju kjörtímabili, ég var kosinn formaður í fyrra og ég held að það sé bara þannig, bara með mig og þig og alla aðra, að um leið og menn fara að láta hugann reika um það hvort það sé ekki kominn tími til að gera eitthvað allt annað þá svona einhvern veginn fer botninn úr öllu sem menn eru að gera. Ég er bara á kafi í vinnu, við erum í þriggja flokka stjórn, við erum á miðju kjörtímabili, það er sótt að Sjálfstæðisflokknum núna úr mörgum áttum.“

Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, einn af stjórnendum Bítisins, benti Bjarna þá á að fylgið væri að hrynja af flokknum í skoðanakönnunum. Bjarni sagði að enginn flokkur væri beinlínis að slá í gegn og benti að sama skapi á að staða stjórnarandstöðuflokkanna væri veik samkvæmt sömu könnunum.

„Menn segja að fylgið hrynji en ég segi bara hver er að slá í gegn hérna? Við erum eini flokkurinn sem er yfir 20 prósentum, við erum með sigur í síðustu kosningum í öllum kjördæmum, við erum með fyrsta þingmann í hverju einasta kjördæmi á Íslandi. Þetta er þriggja flokka stjórn. Mér finnst stóru fréttirnar í skoðanakönnunum vera þær að það er enginn stjórnarandstöðuflokkur virkilega að ná sér á strik. Ég er vanur því í svona stjórnarsamstarfi að það sé einhver flokkur í stjórnarandstöðu sem menn líta til sem einhvers konar mótvægi við ríkisstjórnina og hann flýgur yfir 30 prósent eins og til dæmis Píratar gerðu hérna á sínum tíma, mældur í 35 prósentum eða Vinstri grænir yfir 30 prósent átta vikum fyrir kosningar. Ég meina, hvar eru þessir flokkar? Hvar er Samfylkingin?“

Bjarni var síðan spurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að gamlir rótgrónir Sjálfstæðismenn væru farnir að snúa baki við flokknum.

„Ég held að við þurfum að hafa áhyggjur af hverjum einasta kjósanda. Ef ég hef verið með einhvern boðskap til minna félagsmanna sem stundum hafa gagnrýnt mig fyrir það, jafnvel þegar fylgi flokksins var í 35 eða 36 prósentum, þá þurfti ég að verja þá stöðu. Þá hef ég bara haft einn boðskap til minna flokksmanna og hann er þessi: Þú mátt ekki taka einu einasta atkvæði sem sjálfsögðum hlut, hvorki frá rótgrónum sjálfstæðismönnum eða ungu fólki sem er nýkomið með kosningarétt,“ sagði Bjarni meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun