fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Eyjan

Kannski ekki góður bisness að stofna hattabúð?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. desember 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir fólk oft kvarta undan því að ekkert sé að sækja í Miðbæinn, þar sé enginn verslun eða að minnsta kosti ekkert sem fólk vantar. Að sumu leyti er þetta satt, Íslendingar hafa ekki mikið að sækja í túristabúðir, en svo má benda á að í Miðbænum þrífst nú fjölbreytt úrval veitingahúsa sem aldrei fyrr.

En hver er skýringin á því að verslunin hverfur – og við skulum gæta þess að þetta er ekki sér-íslensk þróun. Í Bretlandi hnignar verslun í Miðborgum stöðugt og störf tapast, í Bandaríkjunum er talið að fjórðungur allra verslanamiðstöðva muni loka.

Netverslun er auðvitað ein skýringin og líka breyttir neysluhættir. Það virðist einfaldlega vera svo að ungt fólk sé lélegri neytendur en þeir sem eldri eru – og þeir sækja meira í upplifanir en áþreifanlega hluti.

Ljósmyndin hér að ofan segir litla sögu. Þetta er mynd, tekin í Reykjavík 17. júní  1950. Það sem maður tekur einna fyrst eftir eru hattarnir. Karlarnir eru með hatta og konurnar eru með hatta.

Hugsið ykkur hvað hefur þurft margar hattabúðir til að standa undir þessu – hvað hattasala og hattagerð hefur verið blómlegur bisness.

En núorðið gengur hérumbil enginn með hatt – nema viðkomandi sé sérvitur eða vilji sýnast aðeins. Það væri óðs manns æði að stofna hattabúð á Laugaveginum. Svona týnist tíminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar