fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kannski ekki góður bisness að stofna hattabúð?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. desember 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir fólk oft kvarta undan því að ekkert sé að sækja í Miðbæinn, þar sé enginn verslun eða að minnsta kosti ekkert sem fólk vantar. Að sumu leyti er þetta satt, Íslendingar hafa ekki mikið að sækja í túristabúðir, en svo má benda á að í Miðbænum þrífst nú fjölbreytt úrval veitingahúsa sem aldrei fyrr.

En hver er skýringin á því að verslunin hverfur – og við skulum gæta þess að þetta er ekki sér-íslensk þróun. Í Bretlandi hnignar verslun í Miðborgum stöðugt og störf tapast, í Bandaríkjunum er talið að fjórðungur allra verslanamiðstöðva muni loka.

Netverslun er auðvitað ein skýringin og líka breyttir neysluhættir. Það virðist einfaldlega vera svo að ungt fólk sé lélegri neytendur en þeir sem eldri eru – og þeir sækja meira í upplifanir en áþreifanlega hluti.

Ljósmyndin hér að ofan segir litla sögu. Þetta er mynd, tekin í Reykjavík 17. júní  1950. Það sem maður tekur einna fyrst eftir eru hattarnir. Karlarnir eru með hatta og konurnar eru með hatta.

Hugsið ykkur hvað hefur þurft margar hattabúðir til að standa undir þessu – hvað hattasala og hattagerð hefur verið blómlegur bisness.

En núorðið gengur hérumbil enginn með hatt – nema viðkomandi sé sérvitur eða vilji sýnast aðeins. Það væri óðs manns æði að stofna hattabúð á Laugaveginum. Svona týnist tíminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki