fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Björn gáttaður á hegðun Steingríms: „Þá fyrst varð allt galið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 13:31

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var algerlega fáránlegt, að halda því fram líka að um eitthvað einkasamtal væri að ræða,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Steingrím J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Eins og Vísir greindi frá í hádeginu húðskammaði Steingrímur Halldóru Mogen, þingflokksformann Pírata, í vikunni. Snerist málið um það hvenær þingfundi yrði slitið á þriðjudag en eins og alþjóð veit gekk mikið óveður yfir. Til stóð að slíta þingfundi klukkan 17 þann daginn en þegar Halldóra spurði Steingrím í matsal þingsins hvenær fundi yrði slitið á Steingrímur að hafa sat að útlit væri fyrir að þingfundur stæði lengur. Halldóra minntist á þessi orð forsetans í ræðustól Alþingis og virðist Steingrímur hafa verið ósáttur við það.

Í frétt Vísis segir:

„Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða.“

Björn segir það víðs fjarri að um einkasamtal hafi verið að ræða. Hann hafi verið við hliðina á þessum orðaskiptum sem og einhverjir fimm aðrir þingmenn úr öðrum flokkum.

„Forseti var búinn að lofa fólki að komast heim kl 17 í sérstakri tilkynningu úr forsetastól sem hann virðist síðan draga til baka í þessu samtali. Rétti staðurinn til þess að fá það skýrt fram er í fundarstjórn forseta þar sem þetta varðar einmitt tilkynningu forseta um dagskrá þingfundar. Í þessum orðaskiptum var SJS spurður af öðrum þingmanni hvenær fundi yrði þá slitið og var svarað að það kæmi bara í ljós. Þá fyrst varð allt galið sem endaði í að SJS sagði Willum að slíta fundi,“ segir Björn Leví á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun