fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. desember 2019 10:04

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn 12 meistarafélaga á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar innan Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins hafa sent frá sér ályktun þar sem gagnrýnt er að ekkert opinbert eftirlit sé með fjölmörgum lögvernduðum iðngreinum og fá sem engin úrræði til að stöðva ófaglærða fúskara. Þar með sé heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu.

Er kallað eftir endurskoðun á núgildandi iðnaðarlögum:

Það er með öllu óásættanlegt að ekkert opinbert eftirlit er með þeim fjölmörgu lögvernduðu iðngreinum sem iðnaðarlögin ná til og engin úrræði til að stöðva ófaglærða aðila sem ganga inn á svið lögverndaðra iðngreina þrátt fyrir kærur til lögreglu og kvartanir til Neytendastofu. Á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar er mikilvægt að hægt sé að grípa þegar í stað til úrræða sem stöðva fúskara sem ekki hafa tilskilin lögmæt réttindi. Þar er öryggi og heilsa landsmanna að veði. Meistaradeild Samtaka iðnaðarins hefur barist fyrir þessu um árabil en dæmin sanna að engin úrræði eru til staðar til að stöðva ólögmæta starfsemi í lögvernduðum iðngreinum.

Því er nauðsynlegt að núgildandi iðnaðarlög verði endurskoðuð með það að markmiði að bæta eftirfylgni með lögunum. Störf iðnaðarmanna sem og réttur þeirra til að reka iðnað í atvinnuskyni nýtur lögverndunar og er tilgangur laganna að vernda neytendur, tryggja gæði og fagmennsku enda hafa iðnaðarmenn lokið bóklegu og verklegu námi til að öðlast kunnáttu og færni í faginu.

Þau tólf meistarafélög sem standa að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að koma á virku opinberu eftirliti og tryggja þannig að öryggi og heilsu landsmanna sé ekki stefnt í hættu.

Meistarafélögin 12 sem senda frá sér ályktunina eru:

Félag blikksmiðjueigenda

Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara

Félag skrúðgarðyrkjumeistara

Málarameistarafélagið

Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi

Meistarafélag húsasmiða

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Meistarafélag Suðurlands

Múrararmeistarafélag Reykjavíkur

Meistarafélag byggingarmanna Vestmannaeyjum

Meistarafélag byggingarmanna Suðurnesjum

Samtök rafverktaka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna