fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Þrjú talin hæfust til að gegna embætti hæstaréttardómara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 07:59

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta sóttu um laust embætti við Hæstarétt. Dómnefnd um hæfi umsækjenda hefur skilað áliti sínu og telur þrjá af umsækjendunum átta vera hæfasta til að hljóta skipun í stöðu dómara við réttinn. Þetta eru þau Ingveldur Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Sigurður Tómas Magnússon en þau eru öll dómarar við Landsrétt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir að að þessi þrjú hafi verið metin hæfust. Blaðið segir að umsækjendur hafi fengið bréf frá dómnefndinni um niðurstöðu hennar og hafi þeir getað gert athugasemdir við mat hennar en frestur til þess rann út á föstudaginn. Hugsanlega muni niðurstaða hennar liggja fyrir nú í vikunni.

Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson ákváðu að láta af embættum sínum á árinu en þeir urðu báðir 65 ára á árinu. Dómurum verður nú fækkað um einn og því verður aðeins einn skipaður nú í stað Markúsar og Viðars.

Aðeins ein kona, Gréta Baldursdóttir, er nú dómari við réttinn og segir Fréttablaðið að viðmælendur þess um málið telji líklegt að Ingveldur verði skipuð dómari við réttinn í ljósi hins mikla kynjahalla. Hún var dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur áður en hún var skipuð dómari við Landsrétt. Hún var einnig settur dómari við Hæstarétt um hríð vegna mikils álags á réttinn í kjölfar hrunsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær