fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

RÚV fær að halda nafnleyndinni yfir lista umsækjenda – Starfsmenn RÚV ekki sagðir opinberir starfsmenn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur nú úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að leyfa umsækjendum um starf útvarpsstjóra að njóta nafnleyndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn RÚV.

Ákvörðun stjórnar Ríkisútvarpsins um að birta ekki nöfnin var sem kunnugt er kærð til úrskurðarnefndarinnar á þeim forsendum að upplýsingalög skylduðu stofnunina til að birta nöfn umsækjenda. Nú hefur verið staðfest að svo er ekki, þar sem starfsfólk RÚV er ekki talið til opinberra starfsmanna.

„Rétt er að upplýsa að sú ákvörðun stjórnar að birta ekki nöfn umsækjenda var tekin að vandlega athuguðu máli og með hagsmuni almennings í huga. Trúnaður um nöfn umsækjenda er að mati ráðgjafa í ráðningamálum mikilvægur til að hámarka gæði umsókna. Slíkur trúnaður dregur ekki úr gagnsæi umsókna og ráðningarferlisins, en eykur þvert á móti trúverðugleika þess gagnvart umsækjendum sem þurfa ekki að taka þá áhættu að starfsumsókn valdi þeim tjóni á öðrum vettvangi.“

segir í tilkynningunni.

Ákveðið var að birta ekki listann eftir ráðleggingar Capacent, sem sagði að þannig fengust líklega betri umsækjendur. það herbragð virðist ekki hafa heppnast, þar sem umsóknarfresturinn var framlengdur um eina viku.

„Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 þá taki hugtakið „opinberir starfsmenn“ samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefudin einsýnt að hlutafélag í eigu ríkisins eins og RÚV ohf. geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að RÚV ohf. sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefui starfsmanna RÚV ohf. Afþví leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu útvarpsstjóra RÚV ohf. getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.“

Úrskurður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins