fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Er starfslokasamningur Haraldar ólöglegur ? – Reglur um starfslokasamninga dregist í þrjú ár

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan birti í gær starfslokasamning Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem kemur í ljós að Haraldur verður á launum til ársins 2022 og fái á tímabilinu um 45 milljónir króna.

Sjá nánar: Haraldur heldur óskertum launum í tvö ár – Sjáðu starfslokasamninginn – Kostar um 40 milljónir króna

Fjármálaráðherra hefur ekki enn sett reglur um starfslokasamninga opinberra starfsmanna, þó svo ákvæði um það hafi verið sett í lög fyrir þremur árum, samkvæmt hádegisfréttum RÚV. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu er vinnan við reglurnar á lokametrunum.

Fyrirgerir rétti sínum með uppsögn

Samkvæmt núgildandi reglum á Haraldur rétt á launum út skipunartíma sinn, sé honum sagt upp. Ef hann segir sjálfur upp, fyrirgeri hann þeim rétti sínum, samkvæmt sérfræðingum í lögum um réttindi opinberra starfsmanna sem RÚV vitnar í.

Haraldur sagði sjálfur upp störfum, samkvæmt bréfi til starfsmanna ríkislögreglustjóra, hvar hann sagðist hafa beðist lausnar og ráðherra fallist á lausnarbeiðni sína.

Ef embætti Haraldar hefði verið lagt niður, líkt og dómsmálaráðherra hefur sagt koma til greina, hefði Haraldur aðeins átt rétt á fullum launum í 12 mánuði, en ekki 27 líkt og nú.

Sjá einnig: Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni

Sama upphæð og skattrannsóknarstjóri þarf

Upphæðin sem Haraldur fær hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum og segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkinarinnar, ástæðu til að skoða málið nánar. Hann setur upphæðina í samhengi við það sem til þurfi að upplýsa um Samherjamálið:

„Í morgun tók ég upp á vettvangi fjárlaganefndar Alþingis þessar háu fjárhæðir sem heyrast vegna starfslokasamnings ríkislögreglustjóra en það er samningur sem ríkisstjórnin stendur að. Ég tel rétt að fjárveitingarvaldið skoði þetta vel enda eru það skattgreiðendur sem greiða brúsann, að vanda. Séu fréttir réttar er um að ræða yfir 40 milljónir kr. til eins manns en til að setja þessa tölu í einhvern samanburð þá er þetta svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna Samherjamálsins en var fellt af þessari sömu ríkisstjórn. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar