fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Eyjan

Ásmundur aflýsir blaðamannafundi – Gleymdist að kynna málið fyrir ríkisstjórn – „Púllaði næstum því Sigurð Inga“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Send var til fjölmiðla tilkynning um blaðamannafund  hjá Íbúðalánasjóði um þrjúleytið í gær, þar sem sagði að Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, myndi kynna nýja stöðuskýrslu um framgang verkefnisins „Húsnæði fyrir alla“ sem er átak stjórnvalda í húsnæðismálum í tengslum við lífskjarasamninga.

„Á fundinum verður farið nánar í útfærslu á sumum af stærstu aðgerðunum sem nú er fyrirhugað að komist til framkvæmda,“

sagði í tilkynningunni.

Um hálfsex leytið barst hinsvegar til fjölmiðla afboðun á fundinum, þar sem honum var frestað og nýr fundartími yrði auglýstur síðar.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Eyjunnar um ástæðu frestunarinnar, var borið við að málið þyrfti fyrst að fara fyrir ríkisstjórn.

Púllaði næstum Sigurð Inga

Samkvæmt stjórnarþingmanni sem vildi ekki láta nafn síns getið, náðist að koma í veg fyrir sömu mistök og annar Framsóknarráðherra gerðist sekur um í síðasta mánuði:

„Það var nú kannski svolítið ýkt í fjölmiðlum, en það var ákveðin gremja út í Sigurð Inga vegna kynningar hans, enda vissi enginn neitt um málið. Ásmundur púllaði næstum því Sigurð Inga, en því hefur greinilega verið kippt í liðinn, enda eðlilegt að ríkisstjórnin sé meðvituð um hvað frá henni komi,“

sagði stjórnarþingmaðurinn við Eyjuna.

Þann 17. október hélt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, blaðamannafund til kynningar á nýrri samgönguáætlun, sem hið nýja samgöngusamkomulag ríkis og sveitarfélaganna er hluti af.

Greint var frá því að áætlunin hafi ekki verið kynnt ríkisstjórninni fyrir blaðamannafundinn og að ríkisstjórnarsamstarfið stæði á brauðfótum vegna þess, þar sem stjórnarflokkarnir hefðu fyrst lesið um áætlunina í fjölmiðlum. Það samræmdist ekki því þeim samráðshugmyndum sem haldið hefði verið á lofti við gerð stjórnarsáttmálans og er Sigurður Ingi sagður hafa fengið miklar skammir fyrir frumhlaup sitt.

Svo virðist sem að skyndifundarhöld hafi þó borið þann árangur í gær að tekist hafi að bjarga hugsanlegu pólitísku klúðri Ásmundar Daða fyrir horn, því ljóst er að Framsóknarflokkurinn yrði ekki vinsæll hjá VG og Sjálfstæðismönnum ef ráðherrar hans neita að bera áætlanir sínar undir ríkisstjórn áður en þær eru kynntar almenningi.

Sjá einnig: Sigurður Ingi sagður hafa hlaupið á sig í morgun – Reiði og titringur sagður innan ríkisstjórnarinnar og samstarfsflokka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis