Miðvikudagur 22.janúar 2020
Eyjan

Byggt fyrir framan Sjálfstæðisflokkinn – sama húsið aftur og aftur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt á Vísi verður nú heimilt að byggja hús í kringum Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Nú er í sjálfu sér ekkert að því að þétta byggðina á þessu svæði, þarna er óbyggt flæmi sem er engum til gagns eða ánægju.

Valhöll var reist á tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn var öflugri en hann er nú. Flokksmenn sameinuðust um að byggja þetta stóra hús undir flokksstarfið – einn aðalforsprakkinn í því var Albert Guðmundsson. Húsið fengi seint einhver fegurðarverðlaun, en er óneitanlega kennileiti – svona á svipaðan hátt og til dæmis Útvarpshúsið sem hefur verið umkringt af byggð á síðustu árum, en fékk áður að standa eitt og sér.

Þarna mun eiga að rísa íbúða- og skrifstofuhúsnæði eftir forskrift sem er lýst í fréttinni á Vísi. En það er svo merkilegt að manni finnst eins og húsið sem hér birtist mynd af hafi verið byggt áður í borginni, reyndar oft og mörgum sinnum síðustu árin, nú síðast á svonefndu Hafnartorgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins

Nefnir sjö niðurdrepandi punkta um ríkisstjórnina á „mest niðurdrepandi“ degi ársins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir

Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna

Um 24 þúsund útlendingar búa í Reykjavík – Borgin hyggst bæta þjónustuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm