fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Byggt fyrir framan Sjálfstæðisflokkinn – sama húsið aftur og aftur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt á Vísi verður nú heimilt að byggja hús í kringum Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Nú er í sjálfu sér ekkert að því að þétta byggðina á þessu svæði, þarna er óbyggt flæmi sem er engum til gagns eða ánægju.

Valhöll var reist á tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn var öflugri en hann er nú. Flokksmenn sameinuðust um að byggja þetta stóra hús undir flokksstarfið – einn aðalforsprakkinn í því var Albert Guðmundsson. Húsið fengi seint einhver fegurðarverðlaun, en er óneitanlega kennileiti – svona á svipaðan hátt og til dæmis Útvarpshúsið sem hefur verið umkringt af byggð á síðustu árum, en fékk áður að standa eitt og sér.

Þarna mun eiga að rísa íbúða- og skrifstofuhúsnæði eftir forskrift sem er lýst í fréttinni á Vísi. En það er svo merkilegt að manni finnst eins og húsið sem hér birtist mynd af hafi verið byggt áður í borginni, reyndar oft og mörgum sinnum síðustu árin, nú síðast á svonefndu Hafnartorgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki