fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Segir símtal ráðherra til Þorsteins Más dæmi um spillingu -„Það er bara neitað og neitað fram í rauðan dauðann, eða þagað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 30. nóvember 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í störfum sínum ekki verið óspar á stóru orðin og ekki hikað við að gagnrýna störf þingsins. Hann settist niður með blaðamanni DV og ræddi um daginn, veginn og spillingasögurnar sem hann er að safna saman til að vekja athygli á birtingarmynd spillingar í íslensku samfélagi.

Þetta er brot úr helgarviðtali sem birtist í nýjasta helgarblaði DV

Spilling er það málefni sem Björn brennur helst fyrir þessa stundina. Hann hefur opnað síðu á netinu þar sem hægt er að deila nafnlausum frásögnum af spillingu á Íslandi.

„Í gegnum tíðina hefur maður heyrt svo margar og mismunandi sögur um spillingu, sumar sögurnar jafnvel mjög oft. Það er kominn tími til að ráðast í svona verkefni og ég átti erfitt með að skilja hvers vegna enginn hafði gert það nú þegar. Í umræðunni virðist spilling oft aðeins tengd við það þegar brún umslög eru rétt undir borðið, sem við höfum nú séð í Samherjamálinu að á sér vissulega stað, en spilling er líka til í mörgum öðrum formum.“

Mikilvægara að vera ráðherra en vinur

„Maður sér athugasemdir, eins og núna nýlega, þar sem fólki finnst bara fallegt af sjávarútvegsráðherra að hringja í gamlan vin sinn, og spyrja hvernig honum líði. Og það er mjög vel skiljanlegt, en þetta er samt spilling. Það er hagsmunaárekstur þarna á milli.

Enginn sjávarútvegsráðherra sem væri ekki vinur hans, myndi hringja í hann og spyrja hvernig honum liði. Hann tók sér þessa ábyrgðar- og trúnaðarstöðu og hún er bara því miður mikilvægari, þegar allt kemur til alls, heldur en þetta vinasamband. Þetta dæmi er birtingarmynd á því hversu illa sumir virðast skilja hagsmunaárekstra, og það eitt og sér er alvarlegt og er ein ástæða fyrir því að ég er safna saman þessum sögum. Til að segja: Þetta er spilling og þetta ber að taka alvarlega.“

Í framhaldinu vonast Björn til að gefa út sögurnar til að fræða og sýna fram á mismunandi birtingarmyndir spillingar í samfélagi okkar. „Í rauninni áþekk hugmyndafræði og  í #metoo-byltingunni. Söfnunin á þeim sögum var til að sýna fram á að andstætt því sem margir töldu, þá var þetta mun algengara en fólk gerði sér grein fyrir og veitti einnig þolendum, sem ekki höfðu túlkað framkomu og hátterni gagnvart þeim sem áreitni, grundvöll til að þekkja háttsemina sem áreitni.“

En er spilling á Alþingi?

„Já, ég segi það alveg óhikað.“

„Það er margt í þessu sem við þurfum að læra og að hluta til vona ég að spillingarsögurnar geti byrjað umræðuna. Við þurfum að ræða þetta meira, við erum svo nátengt og lítið samfélag að við þurfum virkilega að vera með þessi atriði á hreinu og gæta okkar hvað þau varðar. Kunna að stíga til hliðar, það er ekkert vandamál að segja af sér sem ráðherra eða eitthvað svoleiðis. Ég tek oft dæmið um Hönnu Birnu, hefði hún stigið til hliðar strax í stað þess að fara að skipta sér af lögreglunni og því, þá efast ég ekki um að hún væri formaður Sjálfstæðisflokksins í dag, en þetta er list sem við kunnum ekki og því hvarflaði þetta ekki að henni. Það er bara neitað og neitað fram í rauðan dauðann, eða þagað.“

Hér má finna ofangreinda síðu þar sem hægt er að senda inn frásagnir af spillingu. Frásagnir má senda inn nafnlaust og verða notaðar til að kortleggja spillingu á Íslandi. 

 

Viðtal DV við Björn Leví má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV