fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Topparnir hjá Reykjanesbæ fá um eina og hálfa milljón á mánuði eftir launahækkun – Grindavík dregur launahækkanir til baka

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 14:37

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex sviðsstjórar hjá Reykjanesbæ fá glaðning í aðdraganda jólanna, samkvæmt héraðasmiðlinum Suðurnes.is, en laun þeirra hafa verið hækkuð um 8.9 prósent eða 122 þúsund krónur. Verða mánaðarlaun þeirra eftir hækkun ein og hálf milljón króna.

Samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra er hækkunin gerð til að samræma laun starfsfólksins við laun sviðstjóra annarsstaðar á landinu.

Hækkun og lækkun í Grindavík

Meirihlutinn í Grindavík, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Samfylkingu, ákvað á bæjarstjórnarfundi þann 26. nóvember að hækka laun sín (bæjarfulltrúa) um 30 prósent.  Laun forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs hefðu með breytingunni orðið 500 þúsund á mánuði miðað við fjóra fundi á mánuði.

Var sú ráðstöfun harðlega gagnrýnd af minnihlutaflokkunum og sagði fulltrúi Miðflokksins:

„Vænta má að kjósendur hafi gert ráð fyrir því þegar þeir gengu til kosninga vorið 2018 að fjármunum bæjarins yrði forgangsraðað í samræmi við stefnuskrá flokkanna en ekki í eigin vasa. En hækkun þessi mun kosta bæjarfélagið þó nokkuð á annan tug milljóna á ári.“

Í gær sendi meirihlutinn síðan frá sér yfirlýsingu um að hækkunin yrði dregin til baka:

„Við teljum sanngjarnt að bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar séu á svipuðum launum og bæjarfulltrúar sambærilegra sveitarfélaga á landinu. En í ljósi kjaramála á vinnumarkaði munum við leggja til á næsta bæjarstjórnarfundi að draga til baka þær launahækkanir bæjarfulltrúa sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 26 nóvember síðastliðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“