fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Svona slapp Samherji við kastljós skattayfirvalda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 12:20

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt samningi um alþjóðleg skattalög sem Ísland er aðili að, þurfa stórfyrirtæki með yfir 750 milljóna evra heildartekjur á ári, að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um fjármál sín í öllum þeim löndum sem þau starfa, í ítarlegri skýrslu.

Til dæmis um fjárhæð hagnaðar fyrir tekjuskatt, tekjuskattsgreiðslur í öllum löndum sem fyrirtækið starfar í, skráð hlutabréf og hvert sé óráðstafað eigið fé sé og hvar það er geymt. Eru þetta mun víðtækari upplýsingar en krafist er af fyrirtækjum hér á landi og á að gefa skattayfirvöldum heildaryfirsýn yfir starfsemi stórfyrirtækja sem starfi á erlendum vettvangi.

Samherji slapp undir radarinn

Samherji fellur ekki undir þessi viðmið. Fyrirtækið rétt sleppur, ef svo má segja, samkvæmt fréttaskýringu Kjarnans.

Ef tekjur Samherja hefðu vaxið um 1.7 prósent á þessu ári, hefði Samherji fallið undir þessi viðmið og þurft að upplýsa skattayfirvöld um fjármál sín í öllum þeim löndum sem fyrirtækið starfar, líka í Namibíu og á Kýpur.

Það hinsvegar gerðist ekki, því Samherja var skipt upp í tvö félög í fyrra og er það helsta ástæða þess að fyrirtækið fellur ekki undir viðmið samningsins sem Ísland er aðili að.

Þar með þurfti Samherji ekki að skila svokallaðaðri ríki-fyrir-ríki skýrslu fyrir árið 2018, þar sem um tvö sjálfstæð fyrirtæki er að ræða, með veltu töluvert undir viðmiðunarmörkum.

Lesa má nánar um málið í Kjarnanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera