fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Utanríkisráðuneytið fær nýtt nafn – Breyting til hins betra ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. janúar næstkomandi mun utanríkisráðuneytið ekki lengur heita utanríkisráðuneytið. Af hverju ? Jú, því það mun heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.

 „Þetta endurspeglar aukið vægi þróunarsamvinnunnar í utanríkisstefnunni. Um leið verður skipulagi ráðuneytisins breytt með það að markmiði að samþætta þróunarsamvinnuna við aðra starfsemi þess í enn ríkari mæli en nú er,“

segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins við Morgunblaðið í dag, en árið 2015 var starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færð til utanríkisráðuneytisins.

Var markmiðið að einfalda skipulagið og hámarka árangurinn, með betri yfirsýn og samhæfingu.

Forseti Íslands síðasta vonin

Ljóst er að nokkuð vesen fylgir slíkri nafnabreytingu sem og kostnaður fyrir utan að nafnið er einstaklega óþjált í munni og verður seint talið fallegt, framför íslensks stofnanamáls, eða jákvæð þróun íslenskrar tungu.

Breyta þarf öllu bréfsefni, merkingum húsnæðis vefsíðu og fleira, en samkvæmt Sveini verður kostnaðurinn við breytinguna hverfandi.

Nafnið þarf að staðfesta með forsetaúrskurði og er Guðni Th. Jóhannesson því síðasta von andstæðinga stofnanamáls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja